Varane, Diaz, Matip, Yamal, Davies og Rashford koma við sögu
banner
   þri 24. mars 2015 15:00
Brynjar Ingi Erluson
,,Fokkaðu þér Zlatan" - Sagan um ítalska umboðsmanninn
Mino Raiola og Mario Balotelli, skjólstæðingur hans.
Mino Raiola og Mario Balotelli, skjólstæðingur hans.
Mynd: Getty Images
,,Átti hann að vera umboðsmaður? Þessi furðufugl? Þegar við pöntuðum, hvað haldið þið að þjónarnir hafi komið með? Nokra bita af sushi með avocado og rækju? Við fengum fullt af mat sem hefði getað fætt fimm fjölskyldur og svo byrjaði hann að háma sig,
,,Átti hann að vera umboðsmaður? Þessi furðufugl? Þegar við pöntuðum, hvað haldið þið að þjónarnir hafi komið með? Nokra bita af sushi með avocado og rækju? Við fengum fullt af mat sem hefði getað fætt fimm fjölskyldur og svo byrjaði hann að háma sig,
Mynd: Getty Images
Mino Raiola ásamt eiginkonu Zlatans Ibrahimovic
Mino Raiola ásamt eiginkonu Zlatans Ibrahimovic
Mynd: Getty Images
Zlatan Ibrahimovic, Adriano Galliani og Mino Raiola fyrir félagaskipti sænska framherjans til Barcelona
Zlatan Ibrahimovic, Adriano Galliani og Mino Raiola fyrir félagaskipti sænska framherjans til Barcelona
Mynd: EPA
Paul Pogba fór frítt frá Man Utd til Juventus árið 2012 en Raiola getur selt hann í dag fyrir 74 milljónir punda
Paul Pogba fór frítt frá Man Utd til Juventus árið 2012 en Raiola getur selt hann í dag fyrir 74 milljónir punda
Mynd: Getty Images
Zlatan Ibrahimovic í leik með PSG
Zlatan Ibrahimovic í leik með PSG
Mynd: Getty Images
Blaise Matuidi er einn af leikmönnum Raiola
Blaise Matuidi er einn af leikmönnum Raiola
Mynd: Getty Images
Raiola ætlaði að bjóða sig fram gegn Sepp Blatter, forseta FIFA
Raiola ætlaði að bjóða sig fram gegn Sepp Blatter, forseta FIFA
Mynd: Getty Images
Einn skrautlegasti og hrokafyllsti umboðsmaður heims, Mino Raiola, hefur verið viðriðinn stærstu samninga sem gerðir hafa verið í knattspyrnunni en saga hans byrjar á Ítalíu við Salerno.

Raiola byrjaði ungur að árum að stunda viðskipti en þrátt fyrir að fæðast í Salerno á Ítalíu þá fluttu foreldar hans með hann til Haarlem í Hollandi þegar hann var eins árs gamall og opnaði fjölskyldan í kjölfarið samlokustað.

Staðurinn breyttist þó fljótt í pítsustað sem átti eftir að stækka gríðarlega. Úr einum veitingastað yfir í tuttugu talsins en Raiola sá um viðskipti fyrirtækisins og að semja við kaupendur á ítalska hráefninu.

Hann fór í tvö ár í lögfræði án þess að útskrifast og spilaði þá með unglingaliði HFC Haarlem í nokkur ár en það varð þó ekkert úr því. Honum tókst þó að landa starfi hjá félaginu en hann var ráðinn yfirmaður íþróttamála.

Það gerðist í kjölfar þess að forseti félagsins var oft að snæða heima hjá foreldrum Raiola og gaf ungur- og óreyndur Mino honum góð og hagnýt ráð hvernig ætti að reka knattspyrnufélag.

Hann var einungis 19 ára gamall og starfaði ekki lengi hjá félaginu þar sem honum kom ekki vel saman með mörgum af stjórnarmönnum félagsins. Hann samdi nokkru síðar við umboðsmannaskrifstofuna Sport-Promotion sem var í eigu Rob Jansen en skrifstofan var með marga af efnilegustu leikmönnum Hollands.

Raiola tók þátt í félagaskiptum Dennis Bergkamp til Internazionale frá Ajax er hann var keyptur fyrir samanlagt, 10,4 milljónir punda árið 1993. Hann hjálpaði einnig Bryan Roy, Marciano Vink og Michel Kreek að komast til Ítalíu áður en hann yfirgaf Sport Promotion og stofnaði sína eigin umboðsmannaskrifstofu.

Hún fékk nafnið Intermezzo en hann var einn til að byrja með. Hann kom Pavel Nedved frá Sparta Prag til Lazio fyrir 1,2 milljónir punda eftir magnað mót hans með Tékkum á EM 1996. Nedved samdi svo við Juventus fyrir 25 milljónir punda nokkrum árum síðar og voru félagaskiptin aftur undir leiðsögn Raiola.

Hann stærði sig oft af hæfileika sínum til að lesa markaðinn afar vel en hann hefur notað þrjú félög sérstaklega mikið á ferlinum. Það eru Ajax, AC Milan og Paris Saint-Germain en hann hefur séð um félagaskipti fyrir menn á borð við Maxwell, Mido, Robinho, Mark van Bommel og Urby Emanuelson í gegnum þau.

Það hefur enginn skilað jafn miklum pening í budduna hjá Raiola og sænski framherjinn, Zlatan Ibrahimovic, en hann hefur samtals selt hann fyrir 130 milljónir punda.

Það var þó erfitt að landa Zlatan en það gerðist er hann var hjá Ajax. Raiola reyndi fyrst að ná honum í gegnum Maxwell sem var þá hjá Ajax en viðmót Zlatans var hroki og kom til þess að Raiola sagði honum hreinlega á góðri íslensku að hoppa upp í rassgatið á sér.

Zlatan samþykkti þó á endanum að hitta Raiola á Okura Hotel í Amsterdam. Zlatan mætti á Porsche í Gucci jakka á meðan Raiola var heldur slakur í gallabuxum og venjulegum bol og leist sænska framherjanum ekkert á blikuna.

,,Átti hann að vera umboðsmaður? Þessi furðufugl? Þegar við pöntuðum, hvað haldið þið að þjónarnir hafi komið með? Nokra bita af sushi með avocado og rækju? Við fengum fullt af mat sem hefði getað fætt fimm fjölskyldur og svo byrjaði hann að háma sig," sagði Zlatan í bók sinni.

Zlatan var í losti svo þegar Raiola sýndi honum lista með tölfræði framherja.

,,Christian Vieri 24 mörk í 27 leikjum, Filippo Inzaghi, 20 mörk í 25 leikjum, David Trezeguet, 20 mörk í 24 leikjum. Zlatan Ibrahimovic skoraði fimm mörk í 25 leikjum. Heldur þú að ég geti selt þig með þessa tölfræði?," sagði Raiola og spurði.

Raiola ákvað að pressa á Zlatan og sannfærði hann um að elta ekki peninga heldur frekar árangur og að frægð og frami myndi síðar fylgja með. Hann sannfærði hann jafnvel um að rétta sér lyklana að Porsche-bifreiðinni og skipta úr flottu Gucci fötunum yfir í æfingagalla.

,,Ég var alltof ánægður með mig og hugsaði að ég væri bestur. Það var rangt viðmót og það er satt að ég hafði ekki skorað mörg mörk og að ég hafi verið latur. Það var ekki búið að hvetja mig nógu mikið og ég fór loks að skilja þetta. Ég fór að leggja mig meira fram á æfingum og leikjum," sagði Zlatan ennfremur.

Aðferðir Raiola voru afar umdeildar en þær virkuðu. Hann sagði við Zlatan að hann gæti ekki neitt og væri skítlélegur. Zlatan svaraði því með því að æfa svo mikið að hann varð næstum því veikur af því.

,,Ég var kominn á annan kafla. Mér hafði ekki liðið svona í langan tíma. Ég gaf allt sem ég átti á vellinum og byrjaði að dominera. Ég öðlaðist sjálfstraust og það voru plaköt komin út um allt þar sem það stóð ,,Zlatan, sonur Guðs". Fólk kallaði nafn mitt og ég varð betri en nokkru sinni fyrr og það var geðveikt."

Þeir félagarnir héldu áfram að vinna saman og var komið að fyrstu félagaskiptunum er Zlatan var skipt af velli í tapi gegn Utrecht í ágúst árið 2004. Hann hringdi brjálaður í Raiola og sagði ,,Hoppaðu upp í rassgatið á þér, ég vil komast burt frá Ajax".

Hann var seldur til Juventus fyrir 12 milljónir punda stuttu síðar. Það þekkja allir söguna síðan þá en hann var seldur þaðan til Inter fyrir 20 milljónir punda árið 2006 og svo til Barcelona fyrir 56,5 milljónir punda þremur árum síðar. Hann gekk til liðs við AC Milan árið 2011 fyrir 24 milljónir punda og svo loks Paris Saint-Germain fyrir 15,7 milljónir punda árið 2012.

Zlatan kynnir Raiola í bók sinni sem umboðsmann, vin og ráðgjafa og lýsir honum svo síðar sem snilling. Faðir Zlatan er meira að segja með úrklippur úr blöðum um Raiola en þær eru eflaust margar.

Ítalski umboðsmaðurinn býr í dag í Monte Carlo með konu sinni og tveimur börnum en hann segist sjálfur vera á ferðinni 300 daga ársins. Hann athugar stöðuna á skjólstæðingum sínum með því að hafa samband við þá í síma og svo fylgist hann grannt með markaðnum.

Hann mætir sjaldan á leiki og kýs frekar að horfa á þá í sjónvarpi. Hann talar þá sjö tungumál. Hann talar hollensku, ensku, þýsku, frönsku, spænsku, portúgölsku og neapolitan en hann segist hafa lært ensku með því að horfa á Disney myndir.

Frá því hann var ungur hefur hann náð mögnuðum árangri á þessu sviði en hann segist hafa misst hluta æskunnar vegna þessa.

Andrea Pirlo, leikmaður Juventus- og ítalska landsliðsins, lýsir honum sem goðsögn og í heimsklassa í þessum bransa. Þar tekur hann einnig fram að Raiola myndi selja nafn sitt til þess að landa díl.

Pirlo segir í bók sinni að einhvern daginn hafi blaðamaður spurt Raiola hvernig maður ætti að bera fram nafnið hans. Svarið var afar einfalt - ,,Hvernig sem þú vilt bera það fram, bara svo fremur sem þú borgar mér."

Raiola segir sjálfur frá því að hann hugsi eingöngu um leikmenn sína og reynir ekki að græða sem mestan pening á því og fjarlægir sig þannig frá líkingu við Jorge Mendes, sem sér um leikmenn á borð við Cristiano Ronaldo, Radamel Falcao og James Rodriguez.

Sá ítalski hatar þá ekki að drulla yfir menn í fjölmiðlum. Hann skaut á Pep Guardiola, þjálfara Bayern München, á síðasta ári fyrir meðferð hans á Zlatan er þeir voru saman hjá Barcelona. Hann sagði að Guardiola væri fínn þjálfari en skítakarakter.

Hann lét þá Johan Cruyff og Sepp Blatter heyra það líka og sama má segja um Michel Platini. Hann segir bara það sem honum finnst, það er klárt.

Raiola heldur því fram að Zlatan geti spilað í einn áratug til viðbótar eða þangað til hann verður 43 ára en hann þarf þó að huga að ungu kynslóðinni líka. Hann er með Paul Pogba og Mario Balotelli á sínum snærum.

Pogba fór til Juventus á frjálsri sölu frá Manchester United sumarið 2012 en Sir Alex Ferguson, fyrrum knattspyrnustjóri félagsins, sagði þá að Raiola væri erfiður í viðræðum og því fór sem fór.

Raiola telur nú að hann geti selt Pogba fyrir 74 milljónir punda en Real Madrid og Manchester City eru mjög áhugasöm. Það er hinsvegar ekkert vandamál en Balotelli er það hinsvegar.

Hann er 24 ára gamall og hefur verið seldur fyrir meira en 60 milljónir punda á ferlinum en hann hefur leikið með Inter, Man City, Milan og nú Liverpool. Raiola segir að það hafi verið mistök að styðja félagaskipti hans til Milan og að hann sjái eftir því.

,,Af öllum þeim leikmönnum sem ég þekki þá hef ég aldrei hitt mann sem hefur lent í jafn miklu óréttlæti. Fólk þekkir hann ekki en sannleikurinn er sá að Mario er óöruggur drengur og það er í óörugginu sem hann gerir kannski heimskulega hluti," sagði Raiola um hann.

Það var Zlatan sem benti Raiola á Balotelli þegar þeir voru saman hjá Inter. Zlatan sagði að Balotelli væri undur sem gæti gert hvað sem er við boltann.

Það tók hann tvö ár að semja við Balotelli en Raiola en hann gaf honum loforð sem lítur ekkert alltof vel út í dag. Hann lofaði honum því að hann myndi vinna verðlaunin sem besti knattspyrnumaður heims þrisvar. Það virðist vera sem svo að Raiola sé mikið til að eiga við egóista og uppblásna leikmenn en svo er ekki.

Hann er einnig með leikmenn á borð við Blaise Matuidi, Gregory van der Wiel og 40 aðra leikmenn sem eru ekki að fanga fyrirsagnirnar eins og Zlatan og Balotelli.

Raiola hefur í heildina tekið þátt í félagaskiptum að andvirði 400 milljónir punda og nú síðast í janúar gaf hann út tilkynningu þar sem hann lýsti yfir því að hann ætlaði að bjóða sig fram gegn Blatter í forsetakosningum FIFA.

Það varð ekkert úr því en það er þó eitt sem allir geta verið sammála um. Hann er magnaður umboðsmaður.
Athugasemdir
banner