Arsenal hlustar á tilboð í Jesus - Tottenham reynir við Gallagher - Liverpool orðað við varnarmann Frankfurt
   fös 09. september 2016 17:15
Arnar Daði Arnarsson
Best í 15. umferð: Sátum í sex klukkutíma í rútu fyrir fyrri leikinn
Anna Rakel Pétursdóttir - Þór/KA
Anna Rakel er leikmaður 15. umferðar í Pepsi-deild kvenna.
Anna Rakel er leikmaður 15. umferðar í Pepsi-deild kvenna.
Mynd: Fótbolti.net - Sævar Geir Sigurjónsson
Mynd: Fótbolti.net - Sævar Geir Sigurjónsson
„Í sjálfu sér kom Valsliðið mér ekki á óvart ekki. Við vorum alveg ákveðnar að gera betur heldur en í fyrri leiknum á móti þeim þar sem við áttum ekki góðan leik þá, við vorum auðvitað búnar að sitja í sex klukkutíma í rútu," sagði Anna Rakel Pétursdóttir leikmaður Þórs/KA en hún skoraði tvívegis í 4-0 sigri liðsins á Val á þriðjudaginn síðasta.

Anna Rakel er leikmaður umferðarinnar í Pepsi-deild kvenna.

Án efa besti leikurinn
„Þetta var án efa besti leikurinn okkar í sumar hingað til. Allt liðið átti góðan leik og stemningin innan liðsins var frábær. Ætli ég sé ekki hvað ánægðust með ákveðnina og samstöðuna hjá liðinu í leiknum. Svo auðvitað líka náðum við að skapa okkur heilan helling af mjög góðum færum," sagði hin 18 ára, Anna Rakel sem var ánægð með sinn leik.

„Ég er bara heilt yfir nokkuð sátt með minn leik þótt að það er alltaf hægt að gera betur."

„Sumarið hefði mátt byrja betur, við áttum í erfiðleikum í fyrsta leiknum á móti Stjörnunni en svo höfum við verið að bæta leik okkar jafnt og þétt. Það má segja að hin liðin geta talið sig heppin að mótið sé ekki lengra en það er," sagði Anna Rakel en liðið tapaði illa gegn Val í fyrri umferðinni.

„Það þurfti ekki að segja mikið við okkur til þess að mótivera okkur í seinni leikinn á móti þeim. Eftir niðurlæginguna á Hlíðarenda var aldrei neitt annað í boði en að svara almennilega fyrir sig," sagði Anna ákveðin.

Fyrir leikinn gegn Val hafði Anna Rakel skorað fjögur mörk í meistaraflokki í 46 leikjum. Það verður því að teljast til tíðinda að hún hafi náð að skora tvö mörk í sama leiknum.

Spáir Stjörnunni og Breiðablik jafntefli
„Það er alltaf gaman að skora og hvað þá tvö í sama leiknum. Í sumar hef ég verið að spila töluvert aftar á vellinum heldur en ég gerði í yngri flokkunum svo það hefur dregið mikið úr markaskoruninni."

Að lokum fengum við leikmanninn til að spá fyrir um toppbaráttuna en Stjarnan og Breiðablik mætast í gríðarlega mikilvægum leik á morgun, laugardag. Sigri Stjarnan, eru þær langleiðina komnar með að tryggja sér titilinn.

„Þetta verður auðvitað hörkuslagur þegar Stjarnan og Breiðablik mætast. Ég spái leiknum 1-1 og þá þurfa Blikarnir að treysta á að Stjarnan misstígi sig á lokasprettinum," sagði hin unga og efnilega, Anna Rakel Pétursdóttir að lokum.

Verbúð 11 gefur verðlaun
Leikmaður umferðarinnar í Pepsi-deild kvenna fær 15 þúsund króna gjafabréf frá veitingastaðnum Verbúð 11 sem og kassa af Pepsi Max.

Sjá einnig:
Leikmaður 14. umferðar - Svava Rós Guðmundsdóttir (Breiðablik)
Leikmaður 13. umferðar - Dóra María Lárusdóttir (Valur)
Leikmaður 12. umferðar - Þórdís Hrönn Sigfúsdóttir (Stjarnan)
Leikmaður 11. umferðar - Berglind Björg Þorvaldsdóttir (Breiðablik)
Leikmaður 10. umferðar - Cloe Lacasse (ÍBV)
Leikmaður 9. umferðar - Sandra Sif Magnúsdóttir (Fylkir)
Leikmaður 8. umferðar - Arna Sif Ásgrímsdóttir (Valur)
Leikmaður 7. umferðar - Írunn Þorbjörg Aradóttir (Þór/KA)
Leikmaður 6. umferðar - Elín Metta Jensen (Valur)
Leikmaður 5. umferðar - Berglind Hrund Jónasdóttir (Stjarnan)
Leikmaður 4. umferðar - Hallbera Guðný Gísladóttir (Breiðablik)
Leikmaður 3. umferðar - Lauren Elizabeth Hughes (Selfoss)
Leikmaður 2. umferðar - Jeannette Williams (FH)
Leikmaður 1. umferðar - Harpa Þorsteinsdóttir (Stjarnan)
Athugasemdir
banner
banner