Arsenal hlustar á tilboð í Jesus - Tottenham reynir við Gallagher - Liverpool orðað við varnarmann Frankfurt
   þri 06. september 2016 12:30
Arnar Daði Arnarsson
Best í 14. umferð: Alltaf verið markmiðið að komast í landsliðið
Svava Rós er leikmaður 14. umferðar í Pepsi-deild kvenna.
Svava Rós er leikmaður 14. umferðar í Pepsi-deild kvenna.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Mynd: Fótbolti.net: Eyjólfur Garðarsson
„Við vorum allar mjög einbeittar og gerðum nákvæmlega það sem lagt var upp með," sagði Svava Rós Guðmundsdóttir leikmaður Breiðabliks en Svava átti góðan leik í 4-0 sigri liðsins á Fylki í síðustu umferð.

Svava Rós er leikmaður 14. umferðarinnar í Pepsi-deild kvenna en hún skoraði eitt og lagði upp annað mark Breiðabliks í leiknum. Hún hefði hæglega getað skorað fleiri mörk í leiknum.

Verður hörku barátta
„Við byrjuðum af miklum krafti því við vildum ná þægilegri stöðu strax í byrjun. Við gerðum það sem þurfti enda vorum við allar frekar þreyttar eftir erfiða törn í Evrópukeppninni," sagði Svava en Breiðablik hafði spilað þrjá leiki í Meistaradeildinni nokkrum dögum fyrir leikinn. Það sást hinsvegar ekki á liðinu í leiknum en Breiðablik er í harðri toppbaráttu í deildinni.

„Þetta verður hörku barátta fram að síðasta leik. Við tökum einn leik fyrir í einu og förum í alla þessa leiki til að vinna þá," sagði Svava aðspurð útí toppbaráttuna en fjórar umferðir eru eftir.

Hún segist heilt yfir vera ánægð með spilamennsku sína í leiknum gegn Fylki og í allt sumar.

„Þreytan var aðeins farin að segja til sín í lokin. Það er alltaf gaman að skora og ég ætla mér að reyna að gera meira af því það sem eftir er að tímabilinu. Ég hef verið nokkuð ánægð með sjálfan mig í sumar. Ég byrjaði nokkuð rólega en mér finnst hafa verið stígandi í þessu hjá mér."

„Liðinu hefur gengið vel sérstaklega seinniparts sumars. En það er nóg eftir og við eigum fullt inni," sagði Svava sem segir það vera mikilvægt að liðið hafi komist áfram í Meistaradeildinni.

Líkar vel í Kópavogi
„Það er gaman að sjá hvar við stöndum í samanburði við þessi lið. Þetta er eitthvað sem fer í reynslubankann," sagði Svava Rós sem er á sínu öðru ári í Kópavoginum, eftir að hún gekk í raðir liðsins frá uppeldisfélaginu, Val.

„Mér líkar mjög vel við mig hérna i Kópavogi. Hér er frábær umgjörð, frábær hópur og þjálfarateymi. Mér finnst ég vera orðin betri alhliða leikmaður. Ég hef bætt mig í sendingum, móttökum og er komin með aukin styrk."

Leikmaður segist að sjálfsögðu stefna á að vinna sér inn sæti í landsliðshópnum.

„Það hefur alltaf verið markmiðið og stefni á að vera þar sem fyrst," sagði leikmaður 14. umferðar í Pepsi-deild kvenna, Svava Rós Guðmundsdóttir að lokum.

Verbúð 11 gefur verðlaun
Leikmaður umferðarinnar í Pepsi-deild kvenna fær 15 þúsund króna gjafabréf frá veitingastaðnum Verbúð 11 sem og kassa af Pepsi Max.

Sjá einnig:
Leikmaður 13. umferðar - Dóra María Lárusdóttir (Valur)
Leikmaður 12. umferðar - Þórdís Hrönn Sigfúsdóttir (Stjarnan)
Leikmaður 11. umferðar - Berglind Björg Þorvaldsdóttir (Breiðablik)
Leikmaður 10. umferðar - Cloe Lacasse (ÍBV)
Leikmaður 9. umferðar - Sandra Sif Magnúsdóttir (Fylkir)
Leikmaður 8. umferðar - Arna Sif Ásgrímsdóttir (Valur)
Leikmaður 7. umferðar - Írunn Þorbjörg Aradóttir (Þór/KA)
Leikmaður 6. umferðar - Elín Metta Jensen (Valur)
Leikmaður 5. umferðar - Berglind Hrund Jónasdóttir (Stjarnan)
Leikmaður 4. umferðar - Hallbera Guðný Gísladóttir (Breiðablik)
Leikmaður 3. umferðar - Lauren Elizabeth Hughes (Selfoss)
Leikmaður 2. umferðar - Jeannette Williams (FH)
Leikmaður 1. umferðar - Harpa Þorsteinsdóttir (Stjarnan)
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner