Arsenal hlustar á tilboð í Jesus - Tottenham reynir við Gallagher - Liverpool orðað við varnarmann Frankfurt
   fim 21. júlí 2016 09:15
Arnar Daði Arnarsson
Best í 9. umferð: Getum enn bætt okkar besta árangur
Sandra Sif Magnúsdóttir - Fylkir
Sandra Sif er leikmaður 9. umferðar.
Sandra Sif er leikmaður 9. umferðar.
Mynd: Fótbolti.net - Einar Ásgeirsson
Mynd: Fótbolti.net - Einar Ásgeirsson
„Við mættum mun ákveðnari í þennan leik en við höfum verið að gera og fundum loksins að við gætum unnið. Við skoruðum líka þrjú mörk sem er frábært fyrir liðið okkar," sagði Sandra Sif Magnúsdóttir leikmaður Fylkis.

Sandra Sif er leikmaður 9. umferðar í Pepsi-deild kvenna hjá Fótbolta.net en hún var öflug á miðjunni hjá Fylki í 3-1 útisigri á Selfossi þar sem hún gerði sér lítið fyrir og skoraði eitt og lagði upp annað.

Hef átt betri aukaspyrnur
„Ég var ánægð með baráttuna sem við sýndum og að vinna okkur upp úr því að lenda 1-0 undir. Allir voru tilbúnir í þetta og ætluðu sér að vinna. Sem gerir þetta svo miklu skemmtilegra," segir Sandra en þetta var einungis annar sigurleikur Fylkis í deildinni í sumar.

„Ég var nokkuð ánægð með mína spilamennsku," segir Sandra sem tekur flestar horn og aukaspyrnu fyrir Fylki. „Ég hef samt átt betri daga í að taka aukaspyrnur."

Eins og fyrr segir skoraði Sandra eitt og lagði upp annað beint úr hornspyrnu sem Thelma Lóa Hermannsdóttir skoraði, dóttir Hermanns Hreiðarssonar. Þetta var fyrsta mark Thelmu Lóu í meistaraflokki í sínum fyrsta byrjunarliðsleik.

„Maður er alltaf ánægður að skora og það var gaman fyrir hana að skora mark i sínum fyrsta leik. En það skiptir engu máli hver skorar svo lengi sem liðið skorar og fær stig."

„Þetta var mjög mikilvægur sigur fyrir okkur. Við erum búnar að vera að gera mikið af jafnteflum og það er gott að fá loksins þrjú stig. Það telur svo hægt þegar maður er alltaf að gera jafntefli en fær ekki sigra á móti," segir Sandra sem segir gengi liðsins hingað til ekki vera undir væntingum.

Klifrum hægt og rólega upp töfluna
„Fylkir hefur aldrei endað ofar en 5.sæti og við erum í 6.sæti núna. Við getum enn bætt okkar besta árangur og stefnum á að gera það. Það sem kannski hefur vantað uppá hjá okkur er að klára færin. Við höfum verið að skapa þau en bara ekki náð að klára að setja boltann í markið," segir Sandra sem horfir björtum augum á seinni hluta sumarsins.

„Við erum að bæta okkur í hverjum leik og ég vona að það haldi áfram. Við klifrum hægt og rólega upp töfluna, ég hef fulla trú á því," segir Sandra sem finnst lítið hafa komið á óvart í deildinni í sumar.

„Ég er ánægð með hvað deildin er jöfn og ekkert lið er að stinga af. Það eiga nokkur lið möguleika á titli og ég vona að það verði þannig út sumarið, það er svo miklu skemmtilegra fyrir alla," segir Sandra Sif Magnúsdóttir að lokum.

Verbúð 11 gefur verðlaun
Leikmaður umferðarinnar í Pepsi-deild kvenna fær 15 þúsund króna gjafabréf frá veitingastaðnum Verbúð 11 sem og kassa af Pepsi Max.

Sjá einnig:
Leikmaður 8. umferðar - Arna Sif Ásgrímsdóttir (Valur)
Leikmaður 7. umferðar - Írunn Þorbjörg Aradóttir (Þór/KA)
Leikmaður 6. umferðar - Elín Metta Jensen (Valur)
Leikmaður 5. umferðar - Berglind Hrund Jónasdóttir (Stjarnan)
Leikmaður 4. umferðar - Hallbera Guðný Gísladóttir (Breiðablik)
Leikmaður 3. umferðar - Lauren Elizabeth Hughes (Selfoss)
Leikmaður 2. umferðar - Jeannette Williams (FH)
Leikmaður 1. umferðar - Harpa Þorsteinsdóttir (Stjarnan)
Athugasemdir
banner
banner
banner