Arsenal hlustar á tilboð í Jesus - Tottenham reynir við Gallagher - Liverpool orðað við varnarmann Frankfurt
   þri 02. ágúst 2016 16:30
Magnús Már Einarsson
Best í 10. umferð: Góður möguleiki á að fá bikarinn til Eyja
Cloe Lacasse - ÍBV
Cloe Lacasse.
Cloe Lacasse.
Mynd: Fótbolti.net - Einar Ásgeirsson
Mynd: Fótbolti.net - Einar Ásgeirsson
Cloe Lacasse er leikmaður 10. umferðar í Pepsi-deild kvenna en hún skoraði tvívegis í 5-3 sigri á Selfyssingum í síðustu viku.

„Ég var ánægð með frammistöðuna gegn Selfossi. Það er ekki hægt annað þegar liðið skorar fjögur mörk í fyrri hálfleik. Þetta var góður liðssigur eftir langa viku á undan þar sem við mættum Þór/KA tvívegis á Akureyri," sagði Cloe við Fótbolta.net í dag.

ÍBV er eftir sigurinn í 5. sæti í Pepsi-deildinni með fimmtán stig.

„Tímabilið byrjaði brösulega en núna erum við farnar að sýna hvað ÍBV getur gert. Við eigum eftir að sanna mikið og ég verð ekki ánægð fyrr en við náum að sýna okkar allra bestu hliðar."

Tíu dagar eru í stórleik sumarsins hjá ÍBV en þá mætir liðið Breiðabliki í úrslitum Borgunarbikarsins.

„Ég er mjög spennt fyrir því að mæta Breiðabliki í úrslitum. Ég tel að bæði lið verðskuldi að vera í úrslitum og þetta verður hörku bardagi. Ef við náum okkar besta leik þá eigum við góða möguleika á að koma með bikarinn aftur til Eyja."

Hin 24 ára gamla Cloe er að ljúka sínu öðru tímabili með ÍBV. „Eftir að hafa spilað í fjögur ár í Bandaríkjunum þá vildi ég prófa að spila í deild í Evrópu. Ég ræddi við þjálfaraliðið hjá ÍBV og Ísland passaði vel," sagði Cloe.

„Lífið á Íslandi hefur verið frábært og þetta er stórkostlegt land. Það er hægt að gera svo margt utandyra hér og hvert sem þú horfir þá er landslagið fallegt. Deildin á Íslandi er líka skemmtileg. Það er mikil barátta og hraða og það hentar vel fyrir mig."

Sjá einnig:
Leikmaður 9. umferðar - Sandra Sif Magnúsdóttir (Fylkir)
Leikmaður 8. umferðar - Arna Sif Ásgrímsdóttir (Valur)
Leikmaður 7. umferðar - Írunn Þorbjörg Aradóttir (Þór/KA)
Leikmaður 6. umferðar - Elín Metta Jensen (Valur)
Leikmaður 5. umferðar - Berglind Hrund Jónasdóttir (Stjarnan)
Leikmaður 4. umferðar - Hallbera Guðný Gísladóttir (Breiðablik)
Leikmaður 3. umferðar - Lauren Elizabeth Hughes (Selfoss)
Leikmaður 2. umferðar - Jeannette Williams (FH)
Leikmaður 1. umferðar - Harpa Þorsteinsdóttir (Stjarnan)
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner