Arsenal hlustar á tilboð í Jesus - Tottenham reynir við Gallagher - Liverpool orðað við varnarmann Frankfurt
   mán 15. ágúst 2016 15:45
Magnús Már Einarsson
Best í 11. umferð: Ákveðinn léttir að ná að skora fjögur
Leikmaður 11. umferðar - Berglind Björg Þorvaldsdóttir (Breiðablik)
Berglind varð bikarmeistari með Breiðabliki á föstudaginn.
Berglind varð bikarmeistari með Breiðabliki á föstudaginn.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Mynd: Fótbolti.net: Eyjólfur Garðarsson
Berglind Björg Þorvaldsdóttir er leikmaður 11. umferðar í Pepsi-deild kvenna. Berglind skoraði fernu í 5-1 sigri á FH í síðustu viku. Blikar komu til baka eftir að FH hafði náð forystunni í leiknum.

„Eftir að FH skoraði, þá kom eitthvað stress í okkur og við héldum boltanum illa en það var mjög mikilvægt fyrir okkur að ná marki í fyrri hálfleik og jafna. Við byrjuðum rosa vel í seinni hálfleik og settum þrjú mörk á korteri og kláruðum leikinn þá," sagði Berglind við Fótbolta.net en hvaða mark stóð upp úr í leiknum.

„Ætli það sé ekki bara fyrsta markið sem ég skoraði. Það var búið að ganga erfiðlega að skora og ná að skora fjögur mörk í þessum leik var ákveðinn léttir, ég viðurkenni það."

Á föstudaginn varð Breiðablik bikarmeistari en liðið sigraði gömlu liðsfélaga hennar í ÍBV í úrslitum.

„Tilfinningin var mjög góð. Við áttum mjög góðan fyrri hálfleik og náðum að setja tvö mörk en seinni hálfleikurinn var mikil barátta og ÍBV liðið gafst aldrei upp. En þegar Fanndís skoraði þriðja markið þá náðum við að klára leikinn," sagði Berglind sem missti af bikarmeistaratitli með Blikum árið 2013.

„Ég fékk því miður ekki leyfi frá skólanum mínum í Bandaríkjunum til þess að koma til Íslands árið 2013, og spila þann leik þegar þær urðu bikarmeistarar þá. Þannig ég tel þetta vera minn fyrsti titill."

Breiðablik getur orðið tvöfaldur meistari en til þess þarf liðið að hafa betur gegn keppinautum sínum í Stjörnunni og Val. Hvernig metur Berglind möguleikana?

„Bara góða. Þetta er samt ekki í okkar höndum, þannig það eina sem við getum gert er að taka einn leik fyrir í einu og reyna að vinna hann. Við sjáum svo til hvernig þetta endar í lok september."

Í næstu viku fer Breiðablik til Wales þar sem undanriðill í Evrópudeildinni fer fram. „Það er mikil spenna í hópnum. Margar að fara spila sína fyrstu Evrópuleiki. Okkur líst vel á riðilinn, þannig við förum út með bullandi sjálfstraust og reynum að vinna þessa þrjá leiki," sagði Berglind að lokum.

Verbúð 11 gefur verðlaun
Leikmaður umferðarinnar í Pepsi-deild kvenna fær 15 þúsund króna gjafabréf frá veitingastaðnum Verbúð 11 sem og kassa af Pepsi Max.

Sjá einnig:
Leikmaður 10. umferðar - Cloe Lacasse (ÍBV)
Leikmaður 9. umferðar - Sandra Sif Magnúsdóttir (Fylkir)
Leikmaður 8. umferðar - Arna Sif Ásgrímsdóttir (Valur)
Leikmaður 7. umferðar - Írunn Þorbjörg Aradóttir (Þór/KA)
Leikmaður 6. umferðar - Elín Metta Jensen (Valur)
Leikmaður 5. umferðar - Berglind Hrund Jónasdóttir (Stjarnan)
Leikmaður 4. umferðar - Hallbera Guðný Gísladóttir (Breiðablik)
Leikmaður 3. umferðar - Lauren Elizabeth Hughes (Selfoss)
Leikmaður 2. umferðar - Jeannette Williams (FH)
Leikmaður 1. umferðar - Harpa Þorsteinsdóttir (Stjarnan)
Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Athugasemdir
banner
banner
banner