Átti Böddi löpp að fá rautt í fyrri hálfleik?
Böðvar Böðvarsson, varnarmaður FH, er mikið í umræðunni á samskiptamiðlum. Hann rak löppina í höfuð Þórðar Þorsteins Þórðarsonar þegar hann lá á vellinum á 40. mínútu leiks ÍA og FH og fékk svo að líta gula spjaldið fyrir brot stuttu seinna.
Leikurinn stendur yfir á Skaganum og er staðan 2-2 þegar þessi orð eru rituð.
Leikurinn stendur yfir á Skaganum og er staðan 2-2 þegar þessi orð eru rituð.
Þegar Böðvar hafði svo brotið af sér á gulu spjaldi rétt fyrir hálfleik sagði Óskar Hrafn Þorvaldsson sem lýsir leiknum á Stöð 2 Sport 2:
„Ef að Böðvar Böðvarsson ætlar að hanga inná verður hann að ná stjórn á skapinu sínu. Hann hagar sér eins og fífl."
Til að fara í textalýsingu frá leiknum smellirðu hérna en eins og áður segir er hann sýndur beint á Stöð 2 Sport 2.
Tryggvi Guðmundsson, sérfræðingur Fótbolta.net, gagnrýndi Böðvar fyrir hegðun hans í viðtali í fyrra.
Hér að neðan má sjá umræðu af Twitter:
Virkilega vel gert hjá Bödda löpp að dangla löppinni í hausinn á ÞÞÞ#fotboltinet #algjöróþarfi
— Bjarki Þór (@Duddarinn) April 30, 2017
Löppin á að vera fokin útaf. Það er bara þannig.
— Tómas Árni Ómarsson (@TomasArni) April 30, 2017
Þoroddur Hjaltalin er gunga #pepsideildinn
— Gísli Þorkelsson (@gislithorkels) April 30, 2017
Böddi er dirty player. Gæti auðveldlega verið kominn með rautt.
— Einar Orri Einarsson (@Onkelinn6) April 30, 2017
— Teitur Örlygsson (@teitur11) April 30, 2017
Hann á að vera kominn með 3 gul
— Einar Gudnason (@EinarGudna) April 30, 2017
Böðvar á að vera fokinn útaf, miðað við dómgæsluna í enska boltanum. Potaði svo stóru tánni í höfuð liggjandi manns. #pepsi365
— Pétur Örn Gíslason (@peturgisla) April 30, 2017
Böddi the leg hlýtur að vera dirty leikmaður vikunnar #fotboltinet
— magnus bodvarsson (@zicknut) April 30, 2017
Böddi ætti að nota löppina annarstaðar en á höfuð leikmanna #pepsi365 #fotboltinet
— Birkir Björnsson (@birkirbjorns) April 30, 2017
Athugasemdir