Rashford, Fonseca, Moyes, Jorginho, Fati, Lenglet, Amorim, Sterling og Lukaku koma við sögu
   mán 12. júní 2017 11:32
Magnús Már Einarsson
Guðni: Eiður myndi alltaf koma til greina í þessa stöðu
Guðni Bergsson formaður KSÍ.
Guðni Bergsson formaður KSÍ.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Guðni Bergsson, formaður KSÍ, vonast til að geta ráðið inn yfirmann knattspyrnumála hjá sambandinu í framtíðinni.

„Eins og ég kynnti í kosningabaráttunni þá er þetta skref sem ég tal að við eigum að taka. Ég er að vinna í að móta hugmyndir að því hvernig þetta starf gæti komið til og hvernig þessi staða myndi nýtast okkur best," sagði Guðni við Fótbolta.net í dag.

„Ég hef hug á því að kynna þessar hugmyndir þegar fram líða stundir og láta til skarar skríða. Ég tel að þetta sé framfaraspor sem við eigum tvímælalaust að taka í okkar faglega starfi hjá KSÍ."

Hvenær sér hann fyrir sér að slík stað yrði tekin upp hjá KSÍ?
„Ég vil ekkert fullyrða um það. Það þarf auðvitað að skoða þetta út frá fjárhag, fjárhagsáætlun og svo framvegis. Það er góð lenska að flýta sér hægt í þeim efnum. Hugmyndirnar verða orðnar skýrar með haustinu myndi ég telja."

Eiður Smári Guðjohnsen hefur lýst yfir áhuga á að taka við starfi sem yfirmaður knattspyrnumála hjá KSÍ í framtíðinni. Guðni segir að Eiður kæmi klárlega til greina í stöðuna.

„Ég sé fyrir mér að staða sem þessi yrði auglýst. Ef hann myndi sækja um þá yrði sú umsókn að sjálfsögðu skoðuð. Hann er einn af fremstu fótboltamönnum okkar í sögunni og ég þekki vel til hans. Eiður er með bakgrunn, reynslu og hafsjó af fróðleik. Hann myndi alltaf koma til greina í slíka stöðu," sagði Guðni.
Athugasemdir
banner
banner
banner