Man Utd vill fá Watkins - Helmingslíkur á að Ten Hag verði áfram - PSG hefur áhuga á Mateta
   mán 12. júní 2017 10:54
Magnús Már Einarsson
Eiður hefur áhuga á að gerast yfrmaður knattspyrnumála hjá KSÍ
Eiður Smári Guðjohnsen.
Eiður Smári Guðjohnsen.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Eiður Smári Guðjohnsen hefur áhuga á að gerast yfirmaður knattspyrnumála hjá KSÍ. Eiður var sérfræðingur RÚV á landsleik Íslands og Króatíu í gær og þar greindi hann frá þessu.

KSÍ er með til skoðunar að búa til starf yfirmanns fótboltamála og Eiður var spurður hvort hann hefði áhuga á starfinu.

„Já klárlega. Það er pottþétt eitthvað sem ég myndi vilja skoða. En aftur á móti er annað mál hvort það sé áhugi fyrir því hjá KSÍ," sagði Eiður Smári á RÚV í gær.

Eiður Smári var einnig spurður að því hvort að fótboltaferlinum væri lokið.

„Varstu ekki búinn að lofa því að spyrja mig ekki að þessari spurningu?" sagði Eiður og hló þegar Einar Örn Jónsson bar upp spurninguna.

Eiður er 38 ára gamall en hann lék síðast með Molde í fyrrasumar. Síðastliðið haust samdi Eiður við Pune City í Indlandi en meiðsli komu í veg fyrir að hann gæti spilað í Ofurdeildinni þar í landi.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner