Arsenal hlustar á tilboð í Jesus - Tottenham reynir við Gallagher - Liverpool orðað við varnarmann Frankfurt
   þri 03. apríl 2018 15:00
Magnús Már Einarsson
Mettekjur hjá Tottenham
Mynd: Getty Images
Tottenham skilaði tekjum upp á 306,3 milljónir punda á síðasta tímabili sem er met hjá félaginu.

Um er að ræða tekjuaukningu um 46% síðan á þarsíðasta tímabili.

Stærsta ástæðan fyrir auknum tekjum er nýr sjónvarpssamningur í ensku úrvalsdeildinni sem og þátttaka Tottenham í Meistaradeildinni.

Daniel Levy, formaður Tottenham, segir að félagið þurfi að halda stöðugleika í fjármálum á næstu árum.

Tottenham mun á næsta tímabili byrja að spila á nýjum 62 þúsund manna leikvangi en bygging hans kostaði 750 milljónir punda.
Athugasemdir
banner
banner
banner