Arsenal hlustar á tilboð í Jesus - Tottenham reynir við Gallagher - Liverpool orðað við varnarmann Frankfurt
   lau 06. apríl 2019 07:41
Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson
Íslenskur sigur í Suður-Kóreu - Rakel skoraði sigurmarkið í lokin
Icelandair
Rakel Hönnudóttir skoraði sigurmark Íslands gegn Suður-Kóreu.
Rakel Hönnudóttir skoraði sigurmark Íslands gegn Suður-Kóreu.
Mynd: Fótbolti.net - Bára Dröfn Kristinsdóttir
Suður-Kórea 2-3 Ísland
0-1 Berglind Björg Þorvaldsdóttir ('28)
0-2 Berglind Björg Þorvaldsdóttir ('40)
1-2 Markaskorara vantar ('53)
2-2 Markaskorara vantar ('72)
2-3 Rakel Hönnudóttir ('93)

Íslenska kvennalandsliðið lék vináttuleik við Suður-Kóreu snemma í morgun, leikurinn hófst klukkan 5:00 að íslenskum tíma. Leikið var í Suður-Kóreu.

Berglind Björg Þorvaldsdóttir kom Íslandi yfir á 28. mínútu og hún bætti svo við öðru marki sínu og öðru marki Íslands tólf mínútum síðar. Staðan í hálfleik því 0-2 fyrir Íslandi.

Suður-Kórea byrjaði seinni hálfleikinn betur og þær minnkuðu muninn á 53. mínútu, þeim tókst svo að jafna á 72. mínútu.

Staðan orðin 2-2 og allt stefndi í jafntefli þegar Rakel Hönnudóttir skoraði sigurmark Íslands í uppbótartíma og 2-3 sigur Íslands staðreynd í Suður-Kóreu.

Þjóðirnar mætast aftur á þriðjudagsmorgun, sá leikur hefst klukkan 7:45 að íslenskum tíma.



Athugasemdir
banner
banner
banner