Mbeumo, Wirtz, Diomande, Quenda, Nypan, Van Nistelrooy, Cherki og fleiri góðir í slúðri dagsins
   fös 24. maí 2019 09:57
Elvar Geir Magnússon
KR sendir frá sér yfirlýsingu vegna ummæla Björgvins
Björgvin Stefánsson.
Björgvin Stefánsson.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
KSÍ ætlar að bregðast við ummælum Björgvins Stefánssonar sem hann lét út úr sér þegar hann lýsti leik í Inkasso-deildinni í gær.

Björgvin, sem er sóknarmaður KR, sagði: „Þetta er það sem ég er alltaf að segja, það er svo stutt í villimannseðlið hjá svarta manninum,“ í lýsingu á vefútsendingu Haukar TV.

Björgvin baðst afsökunar á ummælum sínum en nú hefur félag hans, KR, sent frá sér yfirlýsingu.

Yfirlýsing KR:
Stjórn Knattspyrnudeildar KR harmar ummæli, sem Björgvin Stefánsson, leikmaður KR, lét falla í gærkvöld um leikmann Þróttar, er hann lýsti leik þeirra og Hauka í Inkasso deildinni. Björgvin hefur beðist afsökunar og lýst því sjálfur að hann hafi gerst sekur um hrapalegt dómgreindarleysi. Ummæli eins og um ræðir eiga ekki erindi í umræðu um íslenskan fótbolta frekar en annars staðar.

Fótboltakveðja,
Knattspyrnudeild KR



Athugasemdir
banner
banner