Búi Vilhjálmur Guðmundsson hefur stýrt Haukum í síðustu þremur leikjum liðsins í Inkasso-deildinni.
Kristján Ómar Björnsson hætti óvænt eftir leik gegn Þrótti í fjórðu umferð og var Búi fenginn til að stýra liðinu tímabundið. Búi var að þjálfa varalið Hauka, KÁ, þegar kallið kom frá Haukum.
Haukar unnu sinn fyrsta leik í Inkasso-deildinni í sumar í gær gegn Aftureldingu. Eftir leikinn sagðist Búi vonast eftir því að fá að stýra Haukum áfram.
„Ég vona það, en það kemur allt í ljós," sagði Búi við Fótbolta.net eftir leikinn í gær.
„Ég vona að ég lendi samt ekki í einhverju Ole Gunnar Solskjær dæmi," sagði Búi jafnframt.
Solskjær stýrði Manchester United tímabundið í rúma þrjá mánuði áður en hann fékk starfið til frambúðar.
Hér að neðan má sjá viðtal sem var tekið við Búa í gær.
Athugasemdir