mán 04. nóvember 2019 14:18
Elvar Geir Magnússon
Klopp: Sadio er ekki dýfari
Sadio Mane fellur í leiknum gegn Aston Villa.
Sadio Mane fellur í leiknum gegn Aston Villa.
Mynd: Getty Images
Pep Guardiola, stjóri Manchester City, sagði í viðtali um helgina að Sadio Mane, leikmaður Liverpool, væri stundum að dýfa sér.

Jurgen Klopp, stjóri Liverpool, hefur komið sínum leikmanni til varnar en Mane fékk gult spjald fyrir leikaraskap í leiknum gegn Aston Villa.

„Ég veit ekki hvernig hann (Guardiola) gat vitað um atvik í okkar leik svo stuttu eftir að leikjunum lauk. Sadio er ekki dýfari," segir Klopp.

„Það var atvik í leiknum gegn Villa þar sem hann fékk snertingu og fór niður, en það var snerting. Ég er 100% viss um að ef eitthvað svona myndi gerast fyrir Man City þá myndu þeir vilja fá vítaspyrnu."

„Ég er algjörlega ekki í skapi til að tala um Man City. Ég vil bara tala um næsta leik gegn Genk."
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner