ÍA vann Fótbolta.net æfingamótið með 2-5 sigri í úrslitaleik gegn Breiðabliki á fimmtudaginn.
Þegar tók að líða á seinni hálfleikinn fengu tveir leikmenn Blika að líta rauða spjaldið með stuttu millibili. Fyrra spjaldið fékk Guðjón Pétur Lýðsson og það seinna Brynjólfur Darri Willumsson.
Hér fyrir neðan er hægt að sjá rauða spjaldið hans Guðjóns Péturs, sem hann fékk fyrir að bregðast illa við ljótri tæklingu Arons Kristófers Lárussonar.
Guðjón Pétur brjálaðist eftir tæklinguna og fór beint í andlitið á Aroni, fyrir framan nefið á Erlendi Eiríkssyni dómara.
Má gjarnan útskýra fyrir mér hvernig þetta er rautt á GPL og en ekki ÍA manninn fyrir þessa stórhættulegu tæklingu á Brynjólf. Standard takk #fotboltinet pic.twitter.com/JIM4NRGzZj
— Unnar Páll Baldurs (@UnnarPBaldurs) January 30, 2020
Athugasemdir