Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   mið 01. febrúar 2023 14:23
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Jorginho var ekki sá eini sem kom til greina - Tveir aðrir nefndir
Zubimendi fagnar marki með Real Sociedad.
Zubimendi fagnar marki með Real Sociedad.
Mynd: EPA
Arsenal krækti í ítalska landsliðsmanninn Jorginho frá Chelsea á gluggadeginum í gær.

Arsenal var að leita að miðjumanni og hafði gert tvö stór tilboð í Moises Caicedo hjá Brighton, en þeim var báðum hafnað. Caicedo var klárlega þeirra fyrsti kostur.

The Athletic greinir frá því að Arsenal hafi verið að íhuga tvo aðra miðjumenn áður en ákvörðun var tekin um að taka Jorginho inn frá Chelsea.

Annar þeirra var hinn 23 ára gamli Martin Zubimendi. Hann leikur með Real Sociedad á Spáni og hefur verið að leika afskaplega vel þar. Hann hefði kostað 53 milljónir punda og var félagið tilbúið að greiða það, en hann vildi vera áfram á Spáni út tímabilið. Sociedad er að berjast um það að komast í Meistaradeildina.

Hinn leikmaðurinn sem Arsenal var líka að skoða var Edson Alvarez, miðjumaður Ajax, en Mikel Arteta kaus frekar að taka Jorginho fyrir 12 milljónir punda.

Búist er svo við því að Arsenal fari aftur á markaðinn næsta sumar og kaupi þá annað hvort Declan Rice eða Caicedo.
Athugasemdir
banner
banner