Barcelona vill fá Kane - Wharton efstur á lista Chelsea - Endrick lánaður til Lyon
   sun 01. mars 2020 17:07
Ívan Guðjón Baldursson
Spánn: Atletico gerði jafntefli við botnliðið
Fyrsti sigur Athletic Bilbao síðan 1. desember
Botnlið Espanyol náði dýrmætu stigi gegn toppbaráttuliði Atletico Madrid í spænska boltanum í dag.

Leikurinn var nokkuð jafn og leiddu heimamenn í leikhlé eftir óheppilegt sjálfsmark Stefan Savic á 24. mínútu.

Saúl jafnaði í upphafi síðari hálfleiks með geggjuðu skoti rétt utan teigs. Vörn Espanyol náði ekki að hreinsa aukaspyrnu nógu vel frá marki og barst boltinn til Saúl sem er þekktur fyrir góða skottækni.

Meira var ekki skorað í bragðdaufum og taktískum leik en heimamenn í Espanyol áttu ekki minna heldur en stig skilið.

Espanyol er fimm stigum frá öruggu sæti á meðan Atletico situr í fjórða sæti sem stendur.

Espanyol 1 - 1 Atletico Madrid
1-0 Stefan Savic ('24, sjálfsmark)
1-1 Saúl Niguez ('47)

Fyrr í dag átti Athletic Bilbao heimaleik við Villarreal. Heimamenn í Bilbao voru betri og verðskulduðu forystuna þegar Raul Garcia skoraði úr vítaspyrnu á 56. mínútu.

Inaki Williams steig á punktinn á 66. mínútu en klúðraði og urðu lokatölur 1-0.

Þetta reyndist fyrsti sigur Athletic í deildinni síðan 1. desember.

Villarreal er fjórum stigum frá Evrópusæti eftir tapið. Athletic er fjórum stigum eftir Villarreal.

Athletic Bilbao 1 - 0 Villarreal
1-0 Raul Garcia ('56, víti)
1-0 Inaki Williams ('66, misnotað víti)
Stöðutaflan Spánn La Liga - karlar
  L U J T ms: mf: mun Stig
1 Real Madrid 12 10 1 1 26 10 +16 31
2 Barcelona 12 9 1 2 32 15 +17 28
3 Villarreal 12 8 2 2 24 10 +14 26
4 Atletico Madrid 12 7 4 1 24 11 +13 25
5 Betis 12 5 5 2 19 13 +6 20
6 Espanyol 12 5 3 4 15 15 0 18
7 Athletic 12 5 2 5 12 13 -1 17
8 Getafe 12 5 2 5 12 14 -2 17
9 Sevilla 12 5 1 6 18 19 -1 16
10 Alaves 12 4 3 5 11 11 0 15
11 Elche 12 3 6 3 13 14 -1 15
12 Vallecano 12 4 3 5 12 14 -2 15
13 Celta 12 2 7 3 15 18 -3 13
14 Real Sociedad 12 3 4 5 14 17 -3 13
15 Mallorca 12 3 3 6 12 18 -6 12
16 Osasuna 12 3 2 7 9 13 -4 11
17 Valencia 12 2 4 6 11 21 -10 10
18 Girona 12 2 4 6 11 24 -13 10
19 Levante 12 2 3 7 16 23 -7 9
20 Oviedo 12 2 2 8 7 20 -13 8
Athugasemdir
banner
banner