Munoz, Gallagher og Adams orðaðir við Man Utd - Man City vill fá Marc Guehi
banner
   sun 01. mars 2020 12:55
Ívan Guðjón Baldursson
Spánn: En Nesyri hetjan gegn tíu leikmönnum Osasuna
Sevilla 3 - 2 Osasuna
1-0 Youssef En Nesyri ('13)
2-0 Lucas Ocampos ('45)
2-1 Aridane Hernandez ('64)
2-2 Roberto Torres ('74, víti)
3-2 Youssef En Nesyri ('93)
Rautt spjald: Sergio Herrera, Osasuna ('54)

Nýliðar Osasuna sýndu gríðarlega mikinn persónuleika og viljastyrk er þeir heimsóttu Sevilla í fyrsta leik dagsins í spænska boltanum.

Youssef En Nesyri gerði fyrsta mark leiksins á þrettándu mínútu og tvöfaldaði Lucas Ocampos forystu heimamanna rétt fyrir leikhlé.

Ástandið versnaði enn frekar fyrir gestina í síðari hálfleik, þegar markvörðurinn Sergio Herrera fékk beint rautt spjald fyrir að verja boltann með hendi utan vítateigs.

Tíu leikmenn Osasuna létu ekki deigan síga og byrjuðu að spila betur heldur en þegar þeir voru með fullskipað lið.

Aridane Hernandez minnkaði muninn með skalla eftir aukaspyrnu á 64. mínútu og jafnaði Roberto Torres leikinn af vítapunktinum tíu mínútum síðar.

Hart var barist á lokakaflanum og þegar allt stefndi í jafntefli tókst En Nesyri að pota inn sigurmarki fyrir heimamenn í Sevilla sem höfðu sett gestina undir þunga pressu í uppbótartímanum.

Leikið var fram að 99. mínútu en hvorugu liði tókst að bæta við marki og mikilvæg stig í hús fyrir Sevilla sem fer upp í þriðja sæti deildarinnar.

Osasuna siglir áfram lygnan sjó um miðja deild, níu stigum fyrir ofan fallsvæðið og ellefu stigum frá Evrópu.

En Nesyri var keyptur til Sevilla í janúar fyrir 20 milljónir evra og er búinn að skora fjögur mörk fyrir sitt nýja félag.
Stöðutaflan Spánn La Liga - karlar
  L U J T ms: mf: mun Stig
1 Barcelona 17 14 1 2 49 20 +29 43
2 Real Madrid 17 12 3 2 34 16 +18 39
3 Villarreal 15 11 2 2 31 13 +18 35
4 Atletico Madrid 17 10 4 3 30 16 +14 34
5 Espanyol 16 9 3 4 20 16 +4 30
6 Betis 16 6 7 3 25 19 +6 25
7 Athletic 17 7 2 8 15 22 -7 23
8 Celta 16 5 7 4 20 19 +1 22
9 Sevilla 16 6 2 8 24 24 0 20
10 Getafe 16 6 2 8 13 18 -5 20
11 Elche 16 4 7 5 19 20 -1 19
12 Alaves 16 5 3 8 14 17 -3 18
13 Vallecano 16 4 6 6 13 16 -3 18
14 Mallorca 16 4 5 7 18 23 -5 17
15 Real Sociedad 16 4 4 8 20 24 -4 16
16 Osasuna 16 4 3 9 14 20 -6 15
17 Valencia 16 3 6 7 15 25 -10 15
18 Girona 16 3 6 7 15 30 -15 15
19 Oviedo 16 2 4 10 7 26 -19 10
20 Levante 15 2 3 10 16 28 -12 9
Athugasemdir
banner
banner