Maguire gæti elt McTominay til Napoli - Kolo Muani horfir til Englands - Nkunku vill fara frá Chelsea
banner
   mán 01. maí 2023 13:00
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Perry spáir í 2. umferð Bestu deildar kvenna
Perry Maclachlan er í dag þjálfari KR.
Perry Maclachlan er í dag þjálfari KR.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Sigríður Lára Garðarsdóttir var með einn réttan þegar hún spáði í fyrstu umferð Bestu deildar kvenna í síðustu viku.

Önnur umferðin hefst í dag. Perry Mclachlan, þjálfari KR, tók það að sér að spá í aðra umferð deildarinnar.

Þór/KA 2 - 1 Keflavík (16:00 í dag)
Þór/KA hafa verið mjög sterkar á undirbúningstímabilinu og byrjuðu vel í fyrsta deildarleiknum gegn Stjörnunni. Keflavík er vel skipulagt lið en ég held að Þór/KA nái að landa sigrinum á heimavelli.

Valur 3 - 1 FH (17:30 á morgun)
Leikstíll FH gæti skapað hættu fyrir Val en ég held að gæði Vals muni hafa mest áhrif á þennan leik.

Stjarnan 3 - 1 ÍBV (18:00 á morgun)
Þetta er annar heimaleikur Stjörnunnar á tímabilinu og þær munu leitast eftir því að komast á sigurbraut eftir tap í fyrsta leik. ÍBV byrjaði vel á heimavelli og geta valdið usla, en ég held að Stjarnan nái sigri.

Tindastóll 0 - 2 Breiðablik (19:15 á morgun)
Tindastóll munu reyna að spila agaðan og góðan varnarleik á heimavelli. Breiðablik eru sterkar fram á við og munu fara heim með stigin þrjú.

Selfoss 0 - 1 Þróttur R. (19:15 á miðvikudag)
Tvö vel þjálfuð lið og leikir þessara liða hafa verið jafnir upp á síðkastið. Þetta verður jafn leikur en Þróttur nær að skora sigurmarkið.

Fyrri spámenn:
Sigríður Lára Garðarsdóttir (1 réttur)
Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Athugasemdir
banner
banner
banner