Besta deild kvenna byrjar að rúlla í dag. Fyrsta umferðin fer af stað með látum þar Valur og Breiðablik eigast við í stórleik á Hlíðarenda í kvöld.
Fyrrum landsliðskonan Sigríður Lára Garðarsdóttir spáir í spilin fyrir fyrstu umferð deildarinnar.
Fyrrum landsliðskonan Sigríður Lára Garðarsdóttir spáir í spilin fyrir fyrstu umferð deildarinnar.
ÍBV 1 - 0 Selfoss (18:00 í kvöld)
Baráttan um Suðurlandið og alltaf hörkuleikir milli þessara liða. Liðunum spáð svipuðu gengi í sumar og verður þetta mikill baráttuleikur. Kristín Erna skorar fyrsta mark sumarsins og ÍBV vinnur 1-0.
Tindastóll 1 - 2 Keflavík (18:00 í kvöld)
Spennandi leikur þar sem liðunum hefur verið spáð fallbaráttu. Nýliðar Tindastóls með spennandi lið og Keflavík með nýjan þjálfara og því fylgja nýjar áherslur. Þetta verður jafn og skemmtilegur leikur en Keflavík vinnur góðan útisigur, 1-2.
Valur 2 – 2 Breiðablik (19:15 í kvöld)
Stórleikur umferðarinnar. Bæði lið spila flottan fótbolta og mikil gæði í leiknum. Markaleikur og bæði lið þurfa að sætta sig við eitt stig.
Stjarnan 2 - 1 Þór/KA (18:00 á morgun)
Spennandi leikur milli tveggja góðra liða. Sandra María heldur áfram að spila vel og skorar fyrsta markið en Stjarnan kemur til baka og vinnur 2-1 sigur. Sóley Guðmunds skorar sigurmarkið beint úr hornspyrnu.
Þróttur 0 – 1 FH (19:15 á morgun)
FH stelpur vilja sanna það að þær eiga heima í deild þeirra Bestu. Þetta verður hörkuleikur og liðin skiptast á að sækja og markmenn liðanna eiga stórleik. FH mun spila mikla og góða hápressu sem skilar marki frá Shainu.
Athugasemdir