Dembele til Englands - Ramsdale orðaður við Bayern - Alexander-Arnold ætlar að framlengja við Liverpool
banner
   fim 01. júní 2023 07:00
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Gallas segir að besta tækifæri Arsenal hafi runnið því úr greipum
Mynd: Getty Images

William Gallas fyrrum leikmaður Arsenal segir að félagið muni ekki eiga möguleika á að vinna titilinn á næsta tímabili.


Arsenal var ansi nálægt því á ný liðnu tímabili en missti toppsætið undir lokin til Manchester City.

„Ég held að þetta tímabil hafi verið besta tækifærið þeirra til að vinna úrvalsdeildina. Þeir voru svo nálægt og fyrir mér gerðu þeir of mörg mistök. Mögulega ekki nógu sterkir andlega," sagði Gallas.

„Kannski ekki nógu reynslumiklir leikmenn því stundum þarftu reynslumikla leikmenn, sérstaklega í leikjum sem þú verður að vinna. Gegn Liverpool, þegar þeir gerðu jafntefli á Anfield, West Ham, jafntefli þar og Southampton heima."


Athugasemdir
banner