Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   mið 01. júlí 2020 14:35
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Bestur í 2. umferð: Myndi segja að ég væri nokkuð harður Þórsari
Bjarki Þór Viðarsson (Þór)
Lengjudeildin
Bjarki Þór Viðarsson.
Bjarki Þór Viðarsson.
Mynd: Fótbolti.net - Sævar Geir Sigurjónsson
Þórsarar stefna upp.
Þórsarar stefna upp.
Mynd: Raggi Óla
Bjarki Þór Viðarsson var maður leiksins þegar Þór vann 3-2 útisigur á Leikni Fáskrúðsfirði í Fjarðabyggðarhöllinni. Hann skoraði tvö mörk þrátt fyrir að leika í varnarlínu Þórsara, og er hann leikmaður 2. umferð Lengjudeildarinnar að mati Fótbolta. net

„Sjaldan verið eins auðvelt að velja mann leiksins. Skoraði tvö mörk í miðverðinum og átti fyrirgjöfina í þriðja markinu. Flottur varnarlega bæði í miðverðinum og bakverðinum eftir að Þórsarar breyttu liði sínu," sagði Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke í skýrslu sinni um Bjarka.

Sjá einnig:
Lið 2. umferðar í Lengjudeildinni

„Þessi leikur var virkilega erfiður og Leiknismenn voru hrikalega sprækir," segir Bjarki. „Við vorum ekkert svakalega góðir í þessum leik, náðum ekki að halda vel í boltann en fórum í gegnum þetta með Þórsbaráttunni."

„Varnarmenn eru oftast bestir í því að klára færin. Ég var sennilega bara réttur maður á réttum stað," segir Bjarki um mörkin sem hann skoraði í leiknum.

Bjarki lék bæði í bakverði og miðverði gegn Leikni. Hann segir bestu stöðu sína á vellinum vera annað hvort í hægri bakverðinum eða hægra megin í hjarta varnarinnar. Hann segir að Þórsarar, sem hafa unnið báða leiki sína til þessa, ætli að vera með í baráttunni um að fara upp. „Við getum farið mjög langt og ætlum okkur að berjast um að komast upp um deild. Þrátt fyrir að hafa unnið fyrstu tvo leikina eigum við helling inni."

Bjarki er uppalinn í KA, en er nú á sínu þriðja tímabili nágrönnunum í Þór. Er það eitthvað erfitt fyrir uppalinn KA-mann að spila fyrir Þór?

„Nei, það er alls ekki erfitt. Ég myndi segja að ég væri nokkuð harður Þórsari núna. Ég held að ég sé meiri Þórsari þar sem ég er búinn að vera í Hamri á hverjum einasta degi í þrjú ár."

Bjarki er margt til lista lagt. Hann gaf lag út á dögunum sem hann segir að sé vinsælasta lagið á Akureyri. Hlusta má á lagið hérna.

„Þetta lag var nú bara upp á djókið. Þetta var samið í Covid pásunni, en það er samt skemmtilegt að þetta sé vinsælasta lagið á Akureyri." segir Bjarki.

Bestir í fyrri umferðum:
Bestur í 1. umferð: Fred Saraiva (Fram)
Athugasemdir
banner
banner
banner