Rashford, Fonseca, Moyes, Jorginho, Fati, Lenglet, Amorim, Sterling og Lukaku koma við sögu
   mán 01. ágúst 2022 15:00
Ívan Guðjón Baldursson
Liverpool lánar Morton til Blackburn (Staðfest) - Pitaluga og Balagizi til Crawley
Mynd: EPA
Mynd: Getty Images

Liverpool er búið að lána miðjumanninn efnilega Tyler Morton til Blackburn út tímabilið.


Morton er aðeins 19 ára gamall og kom við sögu í níu leikjum með Liverpool á síðustu leiktíð þar sem hann var meðal annars í byrjunarliðinu í úrvalsdeildarleik gegn Tottenham í desember.

Miðjumaðurinn ungi er að fara út á láni í fyrsta sinn á ferlinum og verður áhugavert að fylgjast með hvort honum takist að taka stökkið frá ensku varaliðadeildinni og upp í Championship.

Morton á þrjú ár eftir af samningi sínum við Liverpool og gæti orðið mikilvægur framtíðarleikmaður. Hann á þrjá leiki að baki fyrir U20 landslið Englendinga.

Þá er Liverpool búið að lána tvo leikmenn til Crawley Town sem leikur í ensku D-deildinni.

Brasilíski markvörðurinn Marcelo Pitaluga, 19 ára, fer til Crawley ásamt miðjumanninum James Balagizi.

Balagizi þykir afar mikið efni og er 18 ára, með 15 leiki að baki fyrir yngri landslið Englands. Balagizi er hávaxinn og sóknarsinnaður miðjumaður.

Þeir ættu báðir að komast í byrjunarliðið hjá Crawley og verður mikilvægt fyrir þá að reyna fyrir sér í fullorðins fótbolta.


Athugasemdir
banner
banner
banner