Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   fim 01. september 2022 14:31
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Torino hafnaði tilboði West Ham
Mynd: Getty Images
West Ham hefur boðið í Ola Aina sem er hægri bakvörður Torino en ítalska félagið hefur hafnað tilboðinu.

Það hljóðaði upp á 3,5 milljónir punda í staðgreiðslu með mögulegum bónusum upp á 3,5 milljónir punda til viðbótar.

West Ham er að melta hvort félagið hækki tilbboðið sitt fyrir Aina sem er fyrrum leikmaður Chelsea.

Torino er sagt vilja fá tíu milljónir evra fyrir Aina (8,6 milljónir punda). Aina er 25 ára og hefur verið hjá Torino síðan 2019. Hann var á þarsíðasta tímabili á láni hjá Fulham í úrvalsdeildinni.

Aina er fæddur á Englandi en spilar fyrir nígeríska landsliðið.
Athugasemdir
banner
banner
banner