banner
   fim 01. október 2020 14:20
Elvar Geir Magnússon
Calvert-Lewin: Mamma fór að gráta þegar ég sagði henni þetta
Dominic Calvert-Lewin.
Dominic Calvert-Lewin.
Mynd: Getty Images
Dominic Calvert-Lewin, sóknarmaður Everton, hefur verið valinn í enska landsliðshópinn í fyrsta sinn en hér má sjá hópinn.

Calvert-Lewin hefur skorað átta mörk í fimm leikjum í öllum keppnum á þessu tímabili.

„Ég er ótrúlega stoltur af þessu. Ég hringdi í mömmu og pabba og mamma fór að gráta þegar ég sagði henni þetta. Ég hef talað um þetta síðan ég var lítill strákur," segir Calvert-Lewin.

„Að vera kominn í landsliðið er draumur að rætast. Ég er afskaplega ánægður."

Gareth Southgate, landsliðsþjálfari Englands, hafði þetta að segja:

„Dominic er leikmaður sem við höfum hrifist af í nokkurn tíma. Á síðustu átján mánuðum hefur hann bætt mörkum við sinn leik og það er risastórt. Hann er á mögnuðu skriði og átti skilið að fá tækifæri," segir Southgate.

Vinstri bakvörðurinn Bukayo Saka, 19 ára leikmaður Arsenal, er einnig valinn í fyrsta sinn en Southgate er mjög hrifinn af honum.

„Hann er mjög spennandi leikmaður sem hefur tekið miklum framförum. Hann getur náð mjög langt. Ég hef heyrt að hann sé mjög snjall og jarðbundinn strákur."

Þá er Harvey Barnes, 22 ára miðjumaður Leicester, einnig valinn.

„Hann er mjög beinskeyttur leikmaður sem hefur sýnt mikinn stöðugleika í langan tíma," segir Southgate.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner