Inzaghi og Southgate orðaðir við Man Utd - Arsenal og Real vilja ungan Brassa - Barcelona og PSG vilja Greenwood
   þri 01. október 2024 18:23
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Segir Fylki hafa boðið Rúnari nýjan samning
Bjóst við símtali í Hemma Hreiðars
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Mynd: Fótbolti.net - Haukur Gunnarsson
Síðustu vikurnar hefur umræðan verið á þá leið að Rúnar Páll Sigmundsson sé á sínu síðasta ári sem þjálfari Fylkis. Rúnar tók við Fylki í lok tímabils 2021 í erfiðri stöðu. Liðið féll en fór strax aftur upp. Á síðasta tímabili hélt liðið svo sæti sínu í Bestu deildinni með sigri í lokaumferðinni.

Tímabilið í ár hefur verið erfitt hjá Fylki, markaskorun hefur gengið illa og óreiða utan vallar. Aðstoðarþjálfarinn Olgeir Sigurgeirsson var látinn fara og þá fór fyrirliði liðsins í sjálfskipað leikbann. Fylkir er fimm stigum frá öruggu sæti þegar þrjár umferðir eru eftir af deildinni.

Í hlaðvarpsþættinum Gula Spjaldið sagði Ásgeir Frank Ásgeirsson frá því að Fylkir væri búið að bjóða Rúnari nýjan eins ár samning.

„Rúnar er víst með eins árs díl á borðinu hef ég heyrt," sagði Ásgeir.

„Það er mikið talað um að það sé verst geymda leyndarmálið að Rúnar Páll verði ekki áfram í Árbænum og það er það sem ég er búinn að heyra undanfarnar vikur," sagði þáttarstjórnandinn Albert Brynjar Ingason sem er fyrrum leikmaður Fylkis.

Brynjar Björn Gunnarsson var ráðinn aðstoðarþjálfari Rúnars í kjölfar brottrekstur Olgeirs. Brynjar Björn er fyrrum þjálfari HK og Grindavíkur og margir sáu fyrir sér að hann væri líklegur kandídat til þess að taka við Fylki eftir tímabilið.

„Maður hefði haldið að Rúnar myndi segja þetta gott, fara annað eða taka sér frí og Brynjar myndi bara taka við þessu. Það verður áhugavert að sjá hvernig Brynjar tekur í þetta ef Rúnar tekur slaginn áfram," sagði Ásgeir.

„Kannski kemur þetta út frá því að Brynjar hefur allt í einu ekki áhuga á starfinu," velti Albert fyrir sér.

„Ég hélt að Fylkir myndi tékka á Hermanni Hreiðars aftur. Hann er á lausu, Fylkir er mögulega að fara niður, Hemmi er stemningskall. Hann var náttúrulega með Fylkis liðið, féll með það, en var elskaður þarna," sagði Albert sem var leikmaður Fylkis þegar Hermann var þjálfari liðsins.

Besta-deild karla - Neðri hluti
Lið L U J T Mörk mun Stig
1.    KA 24 8 7 9 38 - 42 -4 31
2.    Fram 24 8 6 10 34 - 39 -5 30
3.    KR 24 6 7 11 44 - 49 -5 25
4.    Vestri 24 5 7 12 26 - 46 -20 22
5.    HK 24 6 3 15 30 - 61 -31 21
6.    Fylkir 24 4 5 15 27 - 56 -29 17
Athugasemdir
banner
banner
banner