Real Madrid girnist Palmer - Arsenal og Man Utd berjast um David - City reynir að lokka Wirtz frá Leverkusen
   fös 01. nóvember 2024 19:07
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Jajalo þakkar fyrir sig og kveður íslenska boltann
Mynd: Fótbolti.net - Sævar Geir Sigurjónsson

Bosníski markvörðurinn Kristijan Jajalo mun ekki spila áfram á Íslandi eftir átta ára dvöl. Þessi 31 árs gamli markvörður sendi kveðju á Instagram síðu sinni í dag.

Jajalo var hjá KA frá 2019 en hann kom fyrst hingað til lands árið 2016 og skrifaði undir hjá Grindavík.


„Bless Ísland, hvað getur maður sagt? Eftir átta ár er ferðalaginu mínu á Íslandi lokið. Ég vil þakka Grindavík og KA fyrir að gefa mér tækifæri að vera hluti af ykkur og ykkar fjölskyldu, ég eignaðist vini til eilífðar. Ég er mjög ánægður og stoltur af því sem við afrekuðum og sérstaklega í sumar þegar við unnum bikarinn. Ég mun áfram fylgjast með ykkur og vera ykkkar dyggasti stuðningsmaður," skrifar Jajalo.

Jajalo lék 12 leiki með Grindavík í næst efstu deild árið 2016 og í kjölfarið spilaði hann í tvö ár í efstu deild með félaginu áður en hann gekk til liðs við KA. Hann náði aldrei að festa sig í sessi sem aðalmarkvörður fyrir norðan en hann kom aðeins við sögu í fjórum leikjum í sumar, þremur í deild og einum í bikar.


Athugasemdir
banner
banner
banner