
Það er hálfleikur í lokaumferð F-riðils. Staðan er markalaus í leik Króatíu og Belgíu en Marokkó er 2-1 yfir gegn Kanada.
Hakim Ziyech kom Marokkó yfir, hann kláraði frábærlega eftir skelfileg mistök Milan Borjan markvarðar Kanada sem sendi boltann beint á hann.
Youssef En-Nesyri tvöfaldaði forystu Marokkó en Kanada náði að minnka muninn. Það mark var reyndar sjálfsmark frá Nayef Aguerd, varnarmanni Marokkó.
Hakim Ziyech kom Marokkó yfir, hann kláraði frábærlega eftir skelfileg mistök Milan Borjan markvarðar Kanada sem sendi boltann beint á hann.
Youssef En-Nesyri tvöfaldaði forystu Marokkó en Kanada náði að minnka muninn. Það mark var reyndar sjálfsmark frá Nayef Aguerd, varnarmanni Marokkó.
Aguerd á því heiðurinn af fyrsta sjálfsmark heimsmeistaramótsins í Katar en markið var jafnframt 100. mark mótsins.
En-Nesyri kom boltanum aftur í markið í uppbótartíma en markið taldi ekki, þar sem um rangstöðu var að ræða.
Svona er staðan í riðlinum eins og staðan er: Marokkó 7 stig, Króatía 5 stig, Belgía 4 stig, Kanada 0 stig.
Athugasemdir