Fundað um Pochettino - Man City tryggir sér undrabarn - Arsenal ætlar að styrkja hópinn
   fim 01. desember 2022 11:30
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Siggi Höskulds spáir í Kanada - Marokkó
Mynd: Fótbolti.net - Haukur Gunnarsson
Klukkan 15:00 í dag er spilað í F-riðli, lokaumferð riðilsins fer fram og líkt og í hinum riðlunum fara báðir leikirnir fram á sama tíma. Króatía mætir Belgíu og Kanada mætir Marokkó.

Kanada er eina liðið sem á ekki möguleika á því að fara áfram. Króatía og Marokkó eru með fjögur stig eftir tvo leiki og Belgía er með þrjú stig.

Marokkó dugir jafntefli til þess að komast í 16-liða úrslitin og má tapa með tveimur mörkum ef Króatía gerir jafntefli við Belgíu.

Sigurður Heiðar Höskuldsson, aðstoðarþjálfari Vals, spáir í leikinn.

Kanada 3 - 3 Marokkó
Marokkó hafa komið mér allavega skemmtilega óvart. Kanada spilað sinn gung ho bolta, svekktir að detta út en líklega sólgnir í alvöru háákefðar pressu vitleysu til að loka mótinu vel.

Þetta verður markaleikur. 3-3 og Marokkó áfram á kostnað Belga sem eiga ekkert skilið í þessu móti.


Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Athugasemdir
banner
banner