Manchester City hefur áhuga á Douglas Luiz - Neymar er á leið heim í Santos - Chelsea er með 40 milljóna punda verðmiða á Trevoh Chalobah.
   sun 01. desember 2024 11:23
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Kane ekki með gegn Leverkusen
Mynd: EPA

Harry Kane verður ekki með þegar Bayern mætir Leverkusen í 16 liða úrslitum þýska bikarsins á þriðjudaginn.


Kane var á sínum stað í byrjunarliði Bayern þegar liðið gerði jafntefli gegn Dortmund í deildinni í gær.

Hann þurfti hins vegar að fara af velli í fyrri hálfleik vegna meiðsla. Jaime Gittens hafði þá komið Dortmund yfir en Jamal Musiala tryggði Bayern jafntefli með marki seint í seinni hálfleik.

Kane fór í myndatöku í morgun og það kom í ljós að hann væri með minniháttar meiðsli aftan í hægra læri. Félagið hefur ekki gefið út hvenærr hann gæti snúið aftur en það er ljóst að stórleikurinn gegn Leverkusen kemur of snemma fyrir hann.


Athugasemdir
banner
banner