Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   sun 02. maí 2021 21:49
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Þriggja ára þegar Óskar byrjaði að skora í efstu deild
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Óskar Örn Hauksson er búinn að skora í Pepsi Max-deildinni á hverju einasta ári síðan hann var 19 ára gamall, frá árinu 2004.

Óskar skoraði sitt fyrsta mark í efstu deild í júní 2004 með Grindavík. Í kvöld skoraði hann fyrra markið þegar KR vann 2-0 sigur á Breiðablik.

Hann er búinn að skora 18 tímabil í röð í Pepsi Max-deildinni sem er magnaður árangur. Það er ekkert að hægjast á honum þrátt fyrir að hann verði 37 ára síðar á þessu ári.

Það er athyglisvert að horfa til þess að Stefán Árni Geirsson, yngsti leikmaður KR í kvöld, var þriggja ára gamall, að verða fjögurra ára, þegar Óskar skoraði sitt fyrsta mark í efstu deild.

Í kvöld spiluðu Óskar Örn og Stefán Árni og sitt hvorum kantinum hjá KR-ingum.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner