Real Madrid setur sig í samband við Dalot - Gyökeres til United eða City - Salah til í eins árs samning - Rooney reynir að bjarga starfinu
   fös 02. júní 2023 12:50
Elvar Geir Magnússon
Pétur Guðmunds: Ömurlegt að þetta geti gerst
Taylor að störfum í leiknum.
Taylor að störfum í leiknum.
Mynd: Getty Images
Pétur Guðmundsson.
Pétur Guðmundsson.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Enski dómarinn Anthony Taylor lenti í slæmri lífsreynslu á flugvellinum í Búdapest, þegar hann var á heimleið eftir að hafa dæmt úrslitaleik Roma og Sevilla.

Stuðningsmenn Roma veittust að Taylor og hans fjölskyldu og allt var á suðupunkti. Ástandið var eldfimt og mildi að ekki fór verr.

„Þetta er alveg ömurlegt, að lesa þessar fréttir. Það er ömurlegt að þetta geti gerst. Þetta er eitthvað sem UEFA þarf að taka virkilega hart á að mínu mati," segir Pétur Guðmundsson, dómari í Bestu deildinni.

Pétur var gestur í Innkastinu þar sem rætt var um dómgæsluna.

Jose Mourinho stjóri Roma er talinn hafa kveikt í stuðningsmönnum með framkomu sinni í garð Taylor eftir leikinn, sem Sevilla vann í vítakeppni. Mourinho blótaði dómaranum í bílastæðahúsinu eftir leikinn.

„Hann gengur klárlega of langt og þetta verður væntanlega allt skoðað ofan í kjölinn. Við þurfum að vona það besta fyrir Anthony Taylor, vonandi hættir hann ekki. Þetta hlýtur samt að setja stórt strik í reikninginn fyrir hann og fjölskyldu hans," segir Pétur.

„Við þurfum að treysta UEFA og jafnvel lögregluyfirvöldum til að skoða þetta ofan í kjölinn og vonandi komast að góðri niðurstöðu."

„Ég sá að leikurinn var hrikalega erfiður að dæma, þetta var krefjandi leikur. Ég sá ekki betur en að hann hafi haldið sínum stíl. Það var hópast mikið að honum og læti í boðvöngunum. Undir lokin var þetta alveg orðið stjórnlaust á bekkjunum hjá þeim. Það er rosalegur hiti og Mourinho var með handabendingar og lýðurinn æstist með."

Sjá einnig:
Skammarleg hegðun stuðningsmanna Roma á flugvellinum í Búdapest
Mourinho hrópaði á dómarann í bílastæðahúsinu
Enska dómarasambandið sendir frá sér yfirlýsingu vegna Taylor
Innkastið - Lögregluvarðstjórinn og margt býr í þokunni
Athugasemdir
banner
banner
banner