Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
banner
   fim 01. júní 2023 08:30
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Mourinho hrópaði á dómarann í bílastæðahúsinu
Mynd: EPA
Jose Mourinho stjóri Roma var allt annað en sáttur með dómgæsluna í úrslitaleik Evrópudeildarinnar í gær þegar Sevilla sigraði Roma eftir vítaspyrnukeppni.

Enski dómarinn Anthony Taylor dæmdi leikinn en Mourinho vildi fá rautt spjald á Erik Lamela sóknarmann Sevilla. Hann sló olnboganum í andlitið á Roger Ibanez varnarmanni Roma sem varð til þess að það þurfti að sauma nokkur spor.

Fyrir það fékk hann gult spjald en Roma vildi fá annað gula spjaldið á hann rétt fyrir lok framlengingarinnar en ekkert var dæmt.

Mikil læti voru á varmannabekk beggja liða en Roma fékk sex gul spjöld í leiknum, þar af tvö á bekkinn. Sevilla fékk átta spjöld og þar af tvö á bekkinn.

„Ég sagði að við myndum annað hvort vinna eða deyja. Við erum látnir, látnir af þreytu. Þetta voru ósanngjörn úrslit þar sem margt var á móti okkur. Dómarinn virtist vera spænskur, gul spjöld útum allt," sagði Mourinho.

Fjölmiðlar hafa svo birt myndband sem var tekið eftir leikinn þar sem Mourinho er að hrópa að Taylor og Roberto Rosetti, yfirmanni dómaramála hjá UEFA, í bílastæðahúsinu við leikvanginn. Þar hrópar hann á Taylor að hann hafi verið til skammar.



Athugasemdir
banner
banner
banner
banner