Gomes, Lookman og Kolo Muani orðaðir við Man Utd - Trossard fær launahækkun - Brownhill í ítalska boltann?
   lau 02. júlí 2022 19:55
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Jón Dagur flýgur af landi brott og skrifar undir á morgun
Jón Dagur Þorsteinsson.
Jón Dagur Þorsteinsson.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Landsliðsmaðurinn Jón Dagur Þorsteinsson hefur verið á Íslandi síðustu daga en mun á morgun halda erlendis þar sem hann skrifar undir samning hjá nýju félagi.

Ekki er vitað nákvæmlega hvaða félag um ræðir en það kemur líklega í ljós á morgun.

Samningur Jóns Dags við AGF í Danmörku rann út undir lok síðasta mánaðar og er hann því án félags núna. Hann hefur verið mikið orðaður við Lecce á Ítalíu, félag sem er að fara að spila í ítölsku úrvalsdeildinni.

Belgískir fjölmiðlar halda því hins vegar fram að hann sé ekki á leið þangað, hann sé spenntari fyrir því að fara til Belgíu. Þrjú félög eru sögð koma til greina; Leuven, Standard Liege og Mechelen.

Hollenska félagið KRC Waalwijk er einnig sagt áhugasamt um hann.

Það verður fróðlegt að sjá hvar þessi öflugi landsliðsmaður endar en eins og áður kemur fram þá fer hann af landi brott á morgun.
Athugasemdir
banner
banner