Bayern München gæti gert óvænt tilboð í Rashford - Liverpool hafnaði fyrirspurn Bayern um Díaz og ætlar ekki að selja hann
   mið 02. júlí 2025 22:30
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Thun
Ásta Eir kemur landsliðinu til varnar: Svo lélegt take
Icelandair
EM KVK 2025
Ásta Eir Árnadóttir.
Ásta Eir Árnadóttir.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Ásta Eir Árnadóttir, fyrrum fyrirliði Breiðabliks og fyrrum landsliðskona, kom íslenska landsliðinu til varnar á samfélagsmiðlinum X í kvöld.

Stelpurnar okkar þurftu að sætta sig við 1-0 tap gegn Finnlandi í fyrsta leik mótsins. Frammistaðan var ekki góð í leiknum.

Einhverjir vildu skella skuldinni á það að fókusinn væri of mikið á samfélagsmiðlum. „Svona getur farið þegar fókusinn er á TikTok en ekki boltanum," skrifaði Kristján Óli Sigurðsson á X.

Ásta Eir var ekki lengi að koma landsliðinu til varnar.

„Að fólk (herramenn) séu að tala um að TikTok sé að hafa áhrif á lélega frammistöðu kvennalandsliðsins er svooo lélegt take," skrifaði Ásta einfaldlega.

Næsti leikur Íslands er gegn Sviss næstkomandi sunnudag og þar þurfum við að ná í góð úrslit.


Athugasemdir
banner