Bayern hefur gert tilboð í Díaz - Liverpool vill Ekitike
   þri 02. ágúst 2022 23:28
Brynjar Ingi Erluson
Cornet og Onana nálgast West Ham
Amadou Onana í leik með Lille
Amadou Onana í leik með Lille
Mynd: EPA
Maxwel Cornet og Amadou Onana eru næstu menn inn hjá enska úrvalsdeildarfélaginu West Ham United.

Franski blaðamaðurinn Saber DeFarges greinir frá því í kvöld að franska félagið Lille hafi samþykkt 34 milljón punda tilboð West Ham í belgíska miðjumanninn Amadou Onana.

Onana er tvítugur og kom til Lille frá Hamburger SV á síðasta ári og eftir gott tímabil í Frakklandi var hann valinn í belgíska A-landsliðið og spilaði sinn fyrsta leik í Þjóðadeildinni í sumar.

West Ham hefur síðustu vikur rætt við Lille en DeFarges greinir nú frá því að Lille hafi loksins samþykkt tilboð þeirra.

Þá er West Ham einnig að nálgast samkomulag við Burnley um Maxwel Cornet. Þetta segir Jacob Steinberg hjá Guardian.

Fílabeinsstrendingurinn er eftirsóttur eftir að Burnley féll úr úrvalsdeildinni á síðustu leiktíð en hann er metinn á 17,5 milljónir punda.

West Ham leiðir kapphlaupið um Cornet en Everton, Newcastle United og Nottingham Forest eru einnig í baráttunni um hann.
Athugasemdir
banner