Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   fös 02. október 2020 12:30
Elvar Geir Magnússon
Evrópudeildin: Arsenal með Molde í riðli - Albert mætir Napoli
Rúnar Alex Rúnarsson.
Rúnar Alex Rúnarsson.
Mynd: Getty Images
Albert Guðmundsson.
Albert Guðmundsson.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Í morgun var dregið í riðlakeppni Evrópudeildarinnar. Arsenal, félag Rúnars Alex Rúnarssonar, er með Rapid Vín frá Austurríki, Molde frá Noregi og Dundalk frá Írlandi í riðli.

Tvö önnur ensk lið eru í riðlakeppninni; Tottenham og Leicester.

Sverr­ir Ingi Inga­son og félagar í PAOK eru með Granada í riðli en Sverrir lék með spænska liðinu um tíma.

CSKA Moskva er með Dinamo Zagreb og Feyenoord í riðli en landsliðsmennirnir Hörður Björgvin Magnússon og Arnór Sigurðsson leika fyrir CSKA.

Al­bert Guðmunds­son og félagar í AZ Alkmaar eru í einum skemmtilegasta riðli keppninnar ásamt Napoli, Real Sociedad og Rij­eka.

A-riðill: Roma, Young Boys, Cluj, CSKA Sofia

B-riðill: Arsenal, Rapid Vín, Molde, Dundalk

C-riðill: Bayer Leverkusen, Slavia Prag, Hapoel Beer-Sheva, Nice

D-riðill: Benfica, Standard Liege, Rangers, Lech Poznan

E-riðill: PSV Eindhoven, PAOK, Granada, Omonoia

F-riðill: Napoli, Real Sociedad, AZ Alkmaar, Rijeka

G-riðill: Braga, Leicester, AEK Athens, Zorya Luhansk

H-riðill: Celtic, Sparta Prag, AC Milan, Lille

I-riðill: Villarreal, Qarabag, Maccabi Tel-Aviv, Sivasspor

J-riðill: Tottenham, Ludogorets, LASK, Royal Antwerp

K-riðill: CSKA Moskva, Dinamo Zagreb, Feyenoord, Wolfsberger

L-riðill: Gent, Rauða stjarnan, Hoffenheim, Slovan Liberec
Athugasemdir
banner
banner