Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   lau 02. október 2021 07:00
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Segir að Birnir sé með klásúlu upp á 3,2 milljónir
Tveir sem gætu verið á förum frá HK.
Tveir sem gætu verið á förum frá HK.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Víkingur er að vinna í því að kaupa Birni Snæ Ingason frá HK, sem féll úr Pepsi Max-deildinni á dögunum.

Arnar Gunnlaugsson, þjálfari Víkinga, staðfesti í samtali við Morgunblaðið að Íslandsmeistararnir hafi lagt fram tilboð í Birni. Hann hefur lengi verið undir smásjá félagsins.

Birn­ir, sem verður 25 ára í desember, skoraði sex mörk í 21 leik í Pepsi Max-deildinni í sum­ar.

Hrafnkell Freyr Ágústsson, sérfræðingur hlaðvarpsins Dr Football, segir að Birnir sé með klásúlu í samningi sínum við HK sem gerir honum kleift að yfirgefa félagið fyrir næsta tímabil.

„Ég heyri að hann sé með klásúlu þar sem HK féll sem hljóðar upp á 3,2 milljónir," sagði Hrafnkell.

Birnir er uppalinn hjá Fjölni en hefur einnig leikið fyrir Val. Hann hefur fengið gagnrýni fyrir óstöðugleika á sínum ferli en þegar hann er í gírnum er þessi stórskemmtilegi sóknarleikmaður illviðráðanlegur.

Hann er með samning við HK til ársins 2022.


Athugasemdir
banner
banner
banner