Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
   sun 02. október 2022 11:08
Brynjar Ingi Erluson
Átjánda mark Óttars á leiktíðinni - Guðlaugur Victor í tapliði
Óttar Magnús Karlsson
Óttar Magnús Karlsson
Mynd: Oakland Roots
Guðlaugur Victor spilaði í tapi D.C. United
Guðlaugur Victor spilaði í tapi D.C. United
Mynd: Getty Images
Óttar Magnús Karlsson, leikmaður Oakland Roots í USL-deildinni í Bandaríkjunum, skoraði fyrra mark liðsins í 2-1 sigri á Birmingham í nótt, en þetta var 18. mark hans á tímabilinu.

Framherjinn knái hefur verið funheitur á tímabilinu og leikið sér að því að koma boltanum í netið.

Hann jafnaði metin á 24. mínútu fyrir Roots í gær og gerði þar með 18. mark sitt á tímabilinu.

Óttar, sem er á láni frá Venezia, er þriðji markahæsti leikmaður deildarinnar og ætti áhuginn að vera einhver frá MLS-deildarliðum eftir þetta tímabil, ef þau er ekki nú þegar farin að láta heyra frá sér.

Oakland Roots er í 7. sæti Vestur-deildarinnar með 43 stig.

Íslenski landsliðsmaðurinn Guðlaugur Victor Pálsson var í byrjunarliði D.C. United í 1-0 tapi fyrir Montreal í nótt. Guðlaugur fór af velli á 68. mínútu. Það hefur gengið dapurlega hjá United á tímabilinu en það er þó vonast eftir því að Wayne Rooney, þjálfari liðsins, geti náð betri úrslitum á næsta tímabili.

Gunnhildur Yrsa Jónsdóttir lék allan leikinn fyrir Orlando Pride sem tapaði fyrir Reign FC, 3-0, í NWSL-deildinni í Bandaríkjunum. Þessi sigur Reign þýðir að liðið er deildarmeistari en þetta var lokaumferðin í sjálfri deildinni áður en úrslitakeppnin fer af stað. Pride verður ekki þar, en liðið hafnaði í 10. sæti deildarinnar með 22 stig.
Athugasemdir
banner
banner