Liverpool býður Trent væna launahækkun - PSG og Villa gætu skipst á leikmönnum - Zirkzee vill fara frá Man Utd
   fös 03. janúar 2025 18:27
Ívan Guðjón Baldursson
Óli Guðmunds til Álasunds (Staðfest)
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Norska félagið Aalesund er búið að kaupa Ólaf Guðmundsson úr röðum FH.

Ólafur er 22 ára gamall miðvörður sem hefur verið lykilmaður í liði FH undanfarin ár en hann á 13 landsleiki að baki fyrir U21 lið Íslands, auk leikja fyrir U18 og U17 landsliðin.

Aalesund leikur í næstefstu deild í Noregi og er Davíð Snær Jóhannsson þegar á mála hjá félaginu. Davíð og Óli léku saman hjá FH 2022 og 2023 áður en Davíð var fenginn til Noregs.

Óli er annar leikmaðurinn sem FH missir á tveimur vikum eftir að Logi Hrafn Róbertsson fór til Króatíu skömmu fyrir jól.

„Mér líður mjög vel með að vera búinn að skrifa undir. Ég held að framtíðin sé björt hjá Álasundi og hlakka til að taka þátt í uppbyggingunni," sagði Óli meðal annars við undirskriftina.

   23.12.2024 11:40
Óli Guðmunds á leið til Noregs



Athugasemdir
banner
banner
banner