Liverpool reynir við Pedro næsta sumar - PSG til í að opna veskið fyrir Isak - Nico Williams eftirsóttur
   mán 23. desember 2024 11:40
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Óli Guðmunds á leið til Noregs
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Ólafur Guðmundsson, varnarmaður FH, er að ganga í raðir Álasunds í Noregi samkvæmt heimildum Fótbolta.net.

Ólafur er varnarmaður, örvfættur miðvörður sem einnig getur spilað sem bakvörður, sem leikið hefur með FH síðustu ár og verið í stóru hlutverki.

Hann er fæddur árið 2002 og er uppalinn hjá Breiðabliki. Hann lék 22 leiki í sumar en þeir leikir hefðu orðið fleiri ef ekki hefði verið fyrir meiðsli fyrri hluta tímabilsins.

Ólafur á að baki 21 leik fyrir yngri landslið ÍSlands, þar af 13 fyrir U21 landsliðið sem hann gekk upp úr í haust. Ólafur á eitt ár eftir af samningi sínum við FH.

Álasund er í næstefstu deild Noregs og endaði í 9. sæti deildarnnar í ár. Liðið byrjaði tímabilið afskaplega illa og var í fallhættu en endaði á því að vinna sjö af síðustu níu leikjum sínum. Miðjumaðurinn Davíð Snær Jóhannsson, sem lék með Ólafi hjá FH sumrin 2022 og 2023, er leikmaður Álasunds.

FH missti í gær Loga Hrafn Róbertsson til Króatíu og er nú að missa annan byrjunarliðsmann frá sér.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner