Arsenal hlustar á tilboð í Jesus - Tottenham reynir við Gallagher - Liverpool orðað við varnarmann Frankfurt
   mið 03. febrúar 2016 10:37
Elvar Geir Magnússon
Giggs fjarverandi í gær vegna veikinda í fjölskyldunni
Giggs var ekki við hlið Van Gaal.
Giggs var ekki við hlið Van Gaal.
Mynd: Getty Images
Ryan Giggs, aðstoðarstjóri Manchester United, var ekki við hlið Louis van Gaal þegar United vann 3-0 sigur gegn Stoke í gær.

Veikindi í fjölskyldu Giggs gerðu það að verkum að hann fékk frí í gær en margir telja að Giggs sé rétti maðurinn til að taka við af Van Gaal ef Hollendingurinn hættir eftir tímabilið.

United sýndi eina bestu frammistöðu sína á tímabilinu í leiknum og náði meira að segja að skora í tvígang í fyrri hálfleik.

Giggs hefur einnig verið orðaður við stjórastarfið hjá Celtic í Glasgow.
Athugasemdir
banner
banner