Íslendingar sem spila erlendis spiluðu æfingaleiki um helgina. Hilmir Rafn Mikaelsson gekk til liðs við Viking í Noregi frá Venezia í janúar. Hann spilaði æfingaleik með liðinu gegn Sandnes. Hann gerði sér lítið fyrir og skoraði annað mark liðsins i 2-2 jafntefli.
Freyr Alexandersson stýrði Brann í fyrsta sinn gegn Asane. Liðið var 2-1 yfir í hálfleik og sami marakafjöldi kom í seinni hálfleik 4-2 sigur staðreynd.
Freyr Alexandersson stýrði Brann í fyrsta sinn gegn Asane. Liðið var 2-1 yfir í hálfleik og sami marakafjöldi kom í seinni hálfleik 4-2 sigur staðreynd.
Logi Tómasson spilaði síðasta hálftímann þegar Strömsgodset vann Lilleström 2-0. Ólafur Guðmundsson var í byrjunarliði Álasund og Davíð Snær Jóhannsson kom inn á í hálfleik þegar liðið tapaði 1-0 gegn Brattvag.
Þá skoraði Stefán Ingi Sigurðarson fyrsta mark Sandefjord í 5-2 sigri gegn Moss.
Athugasemdir