Argentínski miðvörðurinn Lisandro Martínez verður ekki meira með Manchester United á tímabilinu en TyC Sports greinir frá því að hann sé með slitið krossband.
Varnarmaðurinn var borinn af velli undir lok leiks í 2-0 tapinu gegn Crystal Palace í gær.
Ruben Amorim, stjóri United, taldi stöðuna alvarlega þegar hann ræddi við fjölmiðla eftir leikinn.
TyC Sports fullyrðir í dag að Martínez sé með slitið krossband sem þýðir að hann verður ekki meira með á þessu tímabili.
Hann verður að minnsta kosti frá í sex mánuði og mun því ekki snúa aftur fyrr en í fyrsta lagi í byrjun næstu leiktíðar.
Þetta er svakalegt högg fyrir United en Argentínumaðurinn hefur verið einn af mikilvægustu mönnum liðsins síðan hann kom frá Ajax fyrir þremur árum.
Athugasemdir