lau 03. júlí 2021 12:00
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Heimild: mbl.is 
Theódór Elmar: Al­gjör snilld að fá að koma heim og klára þetta hér
Theódór Elmar Bjarnason
Theódór Elmar Bjarnason
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Elmar á að baki 41 landsleik.
Elmar á að baki 41 landsleik.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Theódór Elmar Bjarnason gekk í gær í raðir uppeldisfélagsins KR eftir sautján ár í atvinnumennsku.

Elmar hélt til Celtic í Skotlandi árið 2004 og hefur verið erlendis síðan. Nú síðast með Lamia í grísku deildinni. Elmar ræddi við Jóhann Inga Hafþórsson hjá Morgunblaðinu í gær.

Elmar var að leita sér að liði erlendis en segist ekki hafa fengið nægilega spennandi tilboð. „KR var efst í huga og það hefði þurft ansi mikið til að fara annað," sagði Elmar við mbl.is.

Elmar mun spila með Kjartani Henry Finnbogasyni í liði KR en þeir fóru saman til Celtic á sínum tíma.

Árið 2004 voru þeir Sigurvin Ólafsson og Kristján Finnbogi Finnbogason leikmenn liðsisns en Venni er nú aðstoðarþjálfari liðsins og Stjáni er markmannsþjálfari.

„Það er alltaf gam­an að spila fyr­ir sinn klúbb á hæsta stigi og ég man það var skemmti­legt."

„Ég var með mikið af reynslu­bolt­um, m.a. aðstoðarþjálf­ur­um liðsins í dag. Það er al­gjör snilld að fá að koma heim og klára þetta hér."


Loks kom Elmar inn á það að hann hafi alltaf verið í lykilhlutverki hjá liðum sínum í atvinnumennsku en hann hafi ekki enn unnið titil.

„Eina sem hef­ur vantað er tit­ill. Það hafa verið mörg silf­ur en ekk­ert gull. Það kem­ur von­andi bara núna."

„Það væri ekki verra að ná í fyrsta titil­inn með KR,"
sagði Elmar við mbl.is.

Fyrsti leikur Elmars gæti verið gegn KA á mánudag.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner