Willum Þór Willumsson skoraði sitt fyrsta mark í búningi Birmingham í dag þegar liðið lagði West Brom 4-1 í síðasta æfingaleik liðsins í sumar.
Willum kom liðinu í 3-1 þegar hann vann boltann í baráttunni við markvörð West Brom og var kominn einn á móti marki og eftirleikuriinn auðveldur. Þá lagði hann einnig upp mark.
Fyrsti keppnisleikur Birmingham verður eftir slétta viku þegar liðið fær Reading í heimsókn í C-deildinni.
Stefán Teitur Þórðarson spilaði 72 mínútur þegar Preston tapaði 3-0 gegn Everton. Dominic Calvert-Lewin kom Everton yfir með marki úr vítaspyrnu og nýju mennirnir Jesper Lindström og Jake O'Brien skoruðu sitt markið hvor.
Jason Daði Svanþórsson spilaði 75 mínútur þegar Grimsby tapaði 1-0 gegn Mansfield.
Big Willum with an early goal of the season contender. ????
— Birmingham City FC (@BCFC) August 3, 2024
???? 3-1 ???? [79] | #BCFC pic.twitter.com/mn5xcm3KOh