Man City gerir tilboð í Olmo - Barcelona reynir líka að fá spænska landsliðsmanninn - Wan-Bissaka vill ekki fara til West Ham
   sun 03. desember 2023 13:57
Elvar Geir Magnússon
Óþægileg sæti á endurbættum Santiago Bernabeu
Mynd: Getty Images
Santiago Bernabeu heimavöllur Real Madrid hefur verið að ganga í gegnum miklar endurbætur og þeim er ekki lokið.

Óhætt er að segja að leikvangurinn sé allur hinn glæsilegasti en þó eru einhverjir vankantar.

Ársmiðahafinn Paco Gonzalez segir við spænska fjölmiðla að hann og vinir hans séu mjög ósáttir með ný sæti sem hafa verið sett á leikvanginn. Þau séu þröng og óþægileg.

Þá hefur einnig verið kvartað yfir takmarkaðri salernisaðstöðu í VIP hólfum á leikvangnum. Raðir myndist fyrir utan klósettin.

Santiago Bernabeu er næst stærsti leikvangur Spánar en hann tekur tæplega 85 þúsund áhorfendur í sæti.
Athugasemdir
banner
banner
banner