Man Utd ætlar að bjóða 70 milljónir fyrir Wharton - Newcastle undirbýr tilboð í Raphinha - Murillo á óskalista Barcelona - Toney ekki á förum
banner
   lau 04. mars 2023 22:40
Ívan Guðjón Baldursson
Trent: Þurfum að verjast Rashford sem liðsheild
Mynd: EPA
Mynd: EPA

Trent Alexander-Arnold er spenntur fyrir stórleik helgarinnar þegar Manchester United heimsækir Liverpool á Anfield á morgun.


Liverpool er óvænt í sjötta sæti ensku úrvalsdeildarinnar, sex stigum frá Meistaradeildarsæti, og því mikil barátta framundan. Liverpool virðist vera að snúa slæmu gengi á tímabilinu við eftir góða sigra gegn Wolves og Newcastle í síðustu umferðum. Þá er liðið búið að halda hreinu í fjórum úrvalsdeildarleikjum í röð.

„Við erum að spila góðan fótbolta og að ná í flott úrslit. Þetta er gríðarlega mikilvægur og viðkvæmur kafli tímabilsins. Við erum á réttri braut en þurfum að halda ótrauðir áfram, við megum ekki hægja á okkur í eina sekúndu. Við verðum að treysta á að önnur lið tapi stigum ef við ætlum að ná Meistaradeildarsæti en það er sem betur fer nóg eftir af tímabilinu," sagði Alexander-Arnold í viðtali fyrir stórleikinn.

„Það er mikilvægt fyrir okkur að safna stigum og gætu þrjú stig gegn United reynst ótrúlega dýrmæt."

Síðast þegar þessi lið mættust á Anfield unnu heimamenn í Liverpool 4-0 með Ralf Rangnick við stjórnvölinn hjá Man Utd. Á þeim tímapunkti var Liverpool búið að vinna deildabikarinn, á toppi úrvalsdeildarinnar og átti framundan úrslitaleik FA bikarsins við Chelsea. Nú er staðan talsvert öðruvísi innan herbúða Liverpool og ljóst að endurbyggingar er þörf.

„Það er ekki oft sem maður vinnur 4-0 gegn United en staðan er allt önnur í dag. Þeir eru að spila virkilega góðan fótbolta og þetta verður mjög erfiður leikur. Marcus Rashford er stórhættulegur leikmaður og við þurfum að hafa miklar gætur á honum. Það er erfitt að stöðva hann en við þurfum að gera okkar besta til að verjast honum sem liðsheild.

„Þeir eru með fleiri leikmenn heldur en bara Marcus. Hérna eru tvö lið að mætast og liðsheildin þarf að vera til staðar ef annað hvort liðið vill bera sigur úr býtum."


Stöðutaflan England Premier league - karlar
  L U J T ms: mf: mun Stig
1 Arsenal 13 9 3 1 25 7 +18 30
2 Man City 13 8 1 4 27 12 +15 25
3 Chelsea 13 7 3 3 24 12 +12 24
4 Aston Villa 13 7 3 3 16 11 +5 24
5 Brighton 13 6 4 3 21 16 +5 22
6 Sunderland 13 6 4 3 17 13 +4 22
7 Man Utd 13 6 3 4 21 20 +1 21
8 Liverpool 13 7 0 6 20 20 0 21
9 Crystal Palace 13 5 5 3 17 11 +6 20
10 Brentford 13 6 1 6 21 20 +1 19
11 Bournemouth 13 5 4 4 21 23 -2 19
12 Tottenham 13 5 3 5 21 16 +5 18
13 Newcastle 13 5 3 5 17 16 +1 18
14 Everton 13 5 3 5 14 17 -3 18
15 Fulham 13 5 2 6 15 17 -2 17
16 Nott. Forest 13 3 3 7 13 22 -9 12
17 West Ham 13 3 2 8 15 27 -12 11
18 Leeds 13 3 2 8 13 25 -12 11
19 Burnley 13 3 1 9 15 27 -12 10
20 Wolves 13 0 2 11 7 28 -21 2
Athugasemdir
banner
banner