Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   sun 04. apríl 2021 18:04
Aksentije Milisic
Danmörk: Jón Dagur lék í tapi gegn Nordsjælland
Mynd: Getty Images
Nordsjælland 2-0 AGF
1-0 K. Sulemana ('18)
2-0 Oliver Antman ('87)

Jón Dagur Þorsteinsson var í byrjunarliði AGF í dag sem mætti Nordsjælland í dönsku úrvalsdeildinni. Nú er búið að tvískipta deildinni og var þetta fyrsti leikurinn í þeirri umferð.

Nordsjælland, sem skipar mjög ungu liði með frábærum árangri, vann 2-0 sigur. Jón Dagur spilaði fyrstu 80 mínúturnar í liði AGF í dag.

Fyrr í dag mættust Horsens og OB mættust í fall-umspilinu en þeim leik lauk með jafntefli þar sem Sveinn Aron Guðjohnsen átti stóran þátt í jöfnunarmarki OB sem kom í uppbótartímanum.

Aron Elís Þrándarson lék þar allan leikinn fyrir OB en Ágúst Eðvald Hlynsson var á bekknum hjá Horsens.




Athugasemdir
banner