Amorim, Frank, Ten Hag, De Bruyne, Isak, Olise, Gyökeres og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   sun 04. apríl 2021 09:30
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Guardiola talar ekki um Haaland - Virðir leikmennina sína
Erling Braut Haaland.
Erling Braut Haaland.
Mynd: Getty Images
Pep Guardiola, stjóri Manchester City, vill ekki tala um leikmenn annarra félaga á blaðamannafundum.

Erling Braut Haaland, sóknarmaður Borussia Dortmund, er sagður vera á óskalista allra af stærstu félögum Evrópu fyrir sumarið, þar á meðal Manchester City.

Guardiola var spurður út í Haaland á blaðamannafundi en sagði það vera vanvirðingu gagnvart núverandi leikmönnum sínum ef hann færi að tala um norska sóknarmanninn.

„Ég á tvo mánuði í viðbót eftir með núverandi leikmannahóp og þeir eiga skilið virðingu frá mér. Ég ætla ekki að fara að tala um aðra leikmenn þegar við eigum tvo mikilvæga mánuði eftir," sagði Guardiola og svo blótaði hann.

„Ef ég er leikmaður og þjálfarinn minn fer að tala um utanaðkomandi leikmenn þá myndi ég hugsa með mér 'hvað í fjandanum er hann að gera?'."

„Ég tala aldrei um leikmenn frá öðrum félögum, aldrei."

Sergio Aguero er á förum frá Man City í sumar og líklegt er að City sæki sér sóknarmann. Haaland og Harry Kane, sóknarmaður Tottenham, hafa verið mest í umræðunni. Guardiola segir að Man City hafi ekki efni á sóknarmanni en en hvort það sé rétt, það kemur í ljós þegar félagaskiptaglugginn opnar.
Athugasemdir
banner
banner
banner